Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:08 Þórdís Kolbrún, Sigmundur Davíð og Jakob Frímann búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa öll gert í lengri tíma. Þau þiggja öll lögbundnar greiðslur ætlaðar landsbyggðarþingmönnum sem þurfa að sækja þing í Reykjavík. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira