Innlent

Hannes snýr baki við Sjálf­stæðis­flokknum og fer fram fyrir Sam­fylkingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ.
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. VÍSIR/VILHELM

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár.

Hannes tilkynnti um framboð sitt í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir marga hafa komið að máli við sig undanfarið og ákveðið eftir stjórnarslit að taka stökkið. 

„Það eru orðin tíu ár síðan og á undanförnum árum hef ég fjarlægst það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera, hann hefur verið að þrengjast meira, og mér finnst Samfylkingin hafa verið að koma með ferska vinda inn í stjórnmálin með mjög öflugum formanni og forystu,“ segir Hannes. 

Það hafi einkum verið þessi nýja forysta sem hafi fengið Hannes til að finna sér farveg innan flokksins. Íþrótta- og æskulýðsmál séu hans aðalbaráttumál. 

„Svo eru það samgöngumálin og heilbrigðismálin, langar vegalengdir á milli og annað, þannig að það eru allmörg mál sem ég get komið að.“

Hannes er eins og áður segir framkvæmdastjóri KKÍ og er búsettur á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×