Fótbolti

Bætti fyrir vítaklúðrið með því að skora sigur­markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Boniface tryggir hér Bayer Leverkusen sigur á Eintracht Frankfurt í dag.
Victor Boniface tryggir hér Bayer Leverkusen sigur á Eintracht Frankfurt í dag. Getty/Marius Becker

Victor Boniface breyttist úr skúrki í hetju þegar Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Eintracht Frankfurt í þýsku Bundesligunni í dag.

Boniface skoraði sigurmark Leverkusen á 72. mínútu en hann hafði áður klikkað á vítaspyrnu í upphafi leiks.

Boniface lét verja frá sér víti á níundu mínútu leiksins. Omar Marmoush kom síðan Frankfurt í 1-0 á 16. mínútu úr vítaspyrnu. Það hefur gengið illa hjá Leverkusen að landa sigrum að undanförnu.

Leverkusen jafnaði metin á 25. minútu þegar Robert Andrich skoraði eftir stoðsendingu frá Martin Terrier.

Þannig var staðan þar átján mínútum fyrir leikslok þegar Boniface tókst að bæta fyrir klúðrið sitt.

Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Leverkusen eftir tvö jafntefli í röð. Þessi þrjú stig koma liðinu upp í fjögur stig en þýsku meistararnir eru þremur stigum á á eftir toppliði RB Leipzig sem vann sinn leik líka í dag.

Bayern er síðan stigi á undan Leverkusen en á leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×