„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 22:17 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sakar Hezbollah um að hafa reynt að ráða sig af dögum. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira