Vopnakaup eru landráð Hildur Þórðardóttir skrifar 20. október 2024 21:30 Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Rússland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar