Lögreglustjóri skýtur á Grindavíkurnefnd Jón Þór Stefánsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 21. október 2024 11:08 Límmiði sem hefur hulið nafn Grindavíkurbæjar á skiltum til bæjarins hefur verið tekinn af. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Ég get fundið að því að upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Enn sem komið er enga upplýsingagjöf að hafa á þjóðvegum til og frá bænum,“ segir Úlfar. „Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega, en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Að sögn Úlfars er mikil hætta inni í Grindavíkurbæ en hættur leynist utan bæjarins.Vísir/Vilhelm Ýmsar hættur utan við bæinn Úlfar segist ekki hafa miklar áhyggjur af hættum í þéttbýlinu í Grindavík, en úti fyrir þéttbýlinu geti leynst ýmsar hættur. „Þegar við erum komin út fyrir þéttbýlið þá auðvitað leynast hættur víða. Fólk þarf að fara að með gát og lögreglustjóri getur haft áhyggjur af því svæði.“ Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hefur rekið saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.Vísir/Vilhelm Hann segir fáa ferðamenn í Grindavík að svo stöddu, en gerir ráð fyrir að þeim gæti fjölgað. Kæmi til þess að skipulagðar ferðamannaferðir færu til Grindavíkur vanti upplýsingagjöf um ýmsa þætti, líkt og hvaða svæði væri rétt að skoða. Gamlar sprengjur ekki áhyggjuefni dagsins í dag Að mati Úlfars eru gamlar ósprungnar sprengjur bandaríska hersins, frá árunum 1952 til 1960, ekki áhyggjuefni dagsins í dag, en greint hefur verið frá því að Vogaheiði, þar sem herinn hélt úti skotæfingarsvæði, sé mengað af sprengjum. „En jörð hér í kringum Grindavík er auðvitað krosssprungin. Það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum og í máli vísindamanna. Af því geta viðbragðsaðilar haft áhyggjur.“ Grindavík er þekkt fyrir sjávarútveg.Vísir/Vilhelm Úlfar segir að það bendi margt til þess að það verði aftur kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Fyrirvarinn geti verið stuttur og því gæti aðgengi að bænum aftur verið takmarkað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Grindavíkurbær nú opinn almenningi Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. 21. október 2024 07:55