Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 07:01 Orri Sigurður Ómarsson var ekki sáttur með að derhúfan hafi verið tekin af bróður sínum. Vísir/Diego Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
HK vann án efa einn dramatískasta, og mikilvægasta, sigur sumarsins þegar liðið skoraði á ögurstundu gegn Fram og tryggði sér þar með 2-1 sigur. Stigin þrjú sem HK tókst að næla í sjá til þess að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Eftir sigurinn sauð upp úr í Kórnum og gekk ýmislegt á áður en starfslið og leikmenn höfðu skilað sér inn í búningsklefa. Þjálfarar beggja liða voru ekki á allt sáttir með hvorn annan í lok leiks, sama verður sagt um leikmenn liðanna og þá brást starfsmaður HK gríðarlega illa við því þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Ómar Ingi og einn úr starfsliði HK áttu eitthvað ósagt við Harald Einar Ásgrímsson, leikmann Fram, að leik loknum. Virtust þeira vera að lesa Framaranum pistilinn þegar Þorri Stefán kemur og slær derhúfu Ómars Inga af höfði hans. Þorri Stefán röltir svo í burtu eins og ekkert hafi í skorist en starfsmaður HK eltir hann og ýtir í bakið á honum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, og Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður liðsins, voru ekki beint hrifnir af uppátæki HK-ingsins. Klippa af atvikinu birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og deildi Orri Sigurður myndbandinu með ummælunum: „Slá húfu og labba í burtu. Þvílíkur ræfill.“ Slá húfu og labba í burtu. Þvilikur ræfill😂 https://t.co/cbFCpsYhDJ— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) October 21, 2024 Orri Sigurður er uppalinn í HK en hefur spilað með Val undanfarin ár. Hann hefur spilað alls 22 deildar- og þrjá bikarleiki á yfirstandandi tímabili.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fram Tengdar fréttir Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03 „Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. 21. október 2024 10:03
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. 20. október 2024 22:39