Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða
Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.
Tengdar fréttir
Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti
Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta.