Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2024 11:07 Umfangsmikil leit stendur nú yfir í París. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Carl Recine Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira