Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 11:30 Alejando Toledo í dómsal í Lima í gær. Hann var handtekinn í Bandaríkjunum árið 2019 og framseldur til heimalandsins þremur árum síðar. AP/Guadalupe Pardo Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. Toledo var sakfelldur fyrir að þiggja 35 milljónir dollara, jafnvirði um 4,8 milljarða íslenskra króna, frá brasilíska verktakafyrirtækinu sem þá var þekkt sem Odebrecht en heitir nú Novonor. Í skiptum fékk Odebrecht samning um lagningu vegar sem tengir nú suðurströnd Perú við Vestur-Brasilíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið mútaði embættismönnum í fjölda landa í Rómönsku Ameríku til þess að tryggja sér samninga um opinberar framkvæmdir. Málið hefur verið nefnt „bílaþvottaaðgerðin“ vegna þess að lögregla komst á snoðir um spillinguna með rannsókn á lítill bílaþvottastöð í Brasilíu árið 2014. Toledo er 78 ára fangelsi og var forseti Perú frá 2001 til 2006. Hann fór fram á það að fá að afplána dóm í stofufangelsi þar sem hann glímir við krabbamein í síðustu viku. „Leyfið mér að ná bara eða deyja heima,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Tveir aðrir fyrrverandi forsetar Perú eru enn til rannsóknar í sama spillingarmáli, þeir Pedro Pablo Kuczynski og Ollanta Humala. Þá hefur Pedro Castillo, öðrum fyrrverandi forseta, verið haldið í sama fangelsi og Toledo en hann er sakaður um uppreisn eftir að hann reyndi að leysa upp perúska þingið árið 2022. Hann er einnig sakaður um spillingu, þó ekki í sama máli og forverar hans í embættinu. Perú Erlend sakamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Toledo var sakfelldur fyrir að þiggja 35 milljónir dollara, jafnvirði um 4,8 milljarða íslenskra króna, frá brasilíska verktakafyrirtækinu sem þá var þekkt sem Odebrecht en heitir nú Novonor. Í skiptum fékk Odebrecht samning um lagningu vegar sem tengir nú suðurströnd Perú við Vestur-Brasilíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið mútaði embættismönnum í fjölda landa í Rómönsku Ameríku til þess að tryggja sér samninga um opinberar framkvæmdir. Málið hefur verið nefnt „bílaþvottaaðgerðin“ vegna þess að lögregla komst á snoðir um spillinguna með rannsókn á lítill bílaþvottastöð í Brasilíu árið 2014. Toledo er 78 ára fangelsi og var forseti Perú frá 2001 til 2006. Hann fór fram á það að fá að afplána dóm í stofufangelsi þar sem hann glímir við krabbamein í síðustu viku. „Leyfið mér að ná bara eða deyja heima,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Tveir aðrir fyrrverandi forsetar Perú eru enn til rannsóknar í sama spillingarmáli, þeir Pedro Pablo Kuczynski og Ollanta Humala. Þá hefur Pedro Castillo, öðrum fyrrverandi forseta, verið haldið í sama fangelsi og Toledo en hann er sakaður um uppreisn eftir að hann reyndi að leysa upp perúska þingið árið 2022. Hann er einnig sakaður um spillingu, þó ekki í sama máli og forverar hans í embættinu.
Perú Erlend sakamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira