Erlent

Fyrr­verandi for­seti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútu­þægni

Kjartan Kjartansson skrifar
Alejando Toledo í dómsal í Lima í gær. Hann var handtekinn í Bandaríkjunum árið 2019 og framseldur til heimalandsins þremur árum síðar.
Alejando Toledo í dómsal í Lima í gær. Hann var handtekinn í Bandaríkjunum árið 2019 og framseldur til heimalandsins þremur árum síðar. AP/Guadalupe Pardo

Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann.

Toledo var sakfelldur fyrir að þiggja 35 milljónir dollara, jafnvirði um 4,8 milljarða íslenskra króna, frá brasilíska verktakafyrirtækinu sem þá var þekkt sem Odebrecht en heitir nú Novonor. Í skiptum fékk Odebrecht samning um lagningu vegar sem tengir nú suðurströnd Perú við Vestur-Brasilíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Fyrirtækið mútaði embættismönnum í fjölda landa í Rómönsku Ameríku til þess að tryggja sér samninga um opinberar framkvæmdir. Málið hefur verið nefnt „bílaþvottaaðgerðin“ vegna þess að lögregla komst á snoðir um spillinguna með rannsókn á lítill bílaþvottastöð í Brasilíu árið 2014.

Toledo er 78 ára fangelsi og var forseti Perú frá 2001 til 2006. Hann fór fram á það að fá að afplána dóm í stofufangelsi þar sem hann glímir við krabbamein í síðustu viku. „Leyfið mér að ná bara eða deyja heima,“ sagði fyrrverandi forsetinn.

Tveir aðrir fyrrverandi forsetar Perú eru enn til rannsóknar í sama spillingarmáli, þeir Pedro Pablo Kuczynski og Ollanta Humala. Þá hefur Pedro Castillo, öðrum fyrrverandi forseta, verið haldið í sama fangelsi og Toledo en hann er sakaður um uppreisn eftir að hann reyndi að leysa upp perúska þingið árið 2022. Hann er einnig sakaður um spillingu, þó ekki í sama máli og forverar hans í embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×