Þakklátir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Útskýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“ Aron Guðmundsson skrifar 22. október 2024 12:32 FH-ingar munu þurfa að fóta sig án Arons Pálmarssonar sem hefur samið við ungerska stórliðið Vezprém. Sigursteinn segir mikinn áhuga erlendis frá hafa verið fá Aroni allt frá því að hann gekk til liðs við FH á nýjan leik á sínum tíma Vísir/Samsett mynd Karlalið FH í handbolta tekur á móti sænsku meisturunum í Savehof í 3.umferð Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brotthvarf stórstjörnunnar Arons Pálmarssonar. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með ákvörðun hans og samgleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð. Greint var frá því í gær að Aron hefði gengið til liðs við ungverska stórliðið Vezprém og skrifar hann undir samning sem gildir til sumarsins 2026. Aron gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH fyrir síðasta tímabil og ætlaði hann sér að verða hluti af því að koma Íslandsmeistaratitlinum aftur í Kaplakrika. Það gerði hann og nú á miðju tímabili hefur hann ákveðið að taka stökkið aftur út í atvinnumennskuna. Allt frá því að Aron gekk til liðs við FH segir Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, að mikill áhugi hafi verið á hans kröftum erlendis frá. Aron í leik með FH vísir/Diego „Hann kom hingað til uppeldisfélagsins með stór markmið og stóð við þau,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi. „Skilaði frábærum titli í hús ásamt frábæru FH liði. Ég held að það sé óhjákvæmilegt með mann af þessu kalíberi að það verður alltaf mikill áhugi á honum. Aron fór í gegnum sína hlið á þessu með liðinu. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það sem að hann sagði þar. Hann útskýrði það bara vel fyrir liðinu hvað væri í gangi. Það er ekkert nema skilningur frá okkur í hans garð. Ég held við verðum líka bara að leyfa okkur aðeins að stoppa og vera þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Hann skilaði frábæru starfi í Krikanum. Það er engin tilviljun að baki þeim árangri sem Aron hefur náð á sínum handboltaferli. Hann elskar áskoranir og stenst þær nánast alltaf og það er ástæða fyrir því. Hann býr yfir frábæru hugarfari og er góður í því að gera aðra leikmenn í kringum sig góða. Fá þá til að trúa á sjálfa sig og verkefnið.““ Aron snýr nú aftur í herbúðir Vezprém þar sem að hann hittir fyrir félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, sem og fyrrverandi þjálfara sinn hjá Barcelona Xavier Pascual. „Við samgleðjumst með Aron í því sem að hann er að taka sér fyrir hendur núna. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að fram undan er mikil vinna fyrir okkur sem felst í því að við náum vopnum okkar aftur. Augljóslega, þegar að svona öflugur leikmaður hverfur á braut, þá myndast eitthvað bil sem að þarf að brúa. Við þurfum bara að finna leiðir í þessu í sameiningu. Við erum enn með vel skipað lið. Lið sem hefur að mörgu leiti verið lengi saman í bland við unga og efnilega stráka sem hafa verið að koma mjög sterkir inn síðustu vikur. Það er núna okkar verkefni að halda vel utan um þennan hóp. Þá er ég fullur bjartsýni. Við þurfum að koma okkur í gegnum smá tímabil núna þar sem að við erum undir gríðarlegu álagi. Við segjum það bara eins og það er. Tímabil líkt og Valsliðið prófaði fyrir tveimur árum síðan. Þetta er mikið fyrir áhugamannalið að taka þátt í þessari keppni auk þess að halda fókus heima. Við munum lenda á löppunum eftir þetta.“ Nýr dagur, nýr mótherji Og fyrsta verkefnið eftir brotthvarf Arons gerist vart stærra. Sænsku meistararnir í Savehof mæta í Kaplakrika í kvöld í 3.umferð Evrópudeildarinnar. „Við gerum okkur bara grein fyrir því að þessi leikur, eins og allir aðrir leikir í riðlinum, eru bara ofboðslega erfiðir. Í kvöld erum við að eiga við sænsku meistarana. Það gefur augaleið að þetta er öflugt lið eins og hin tvö liðin í riðlinum. En að því sögðu erum við í þessari keppni til þess að taka það besta út úr henni. Reyna að bæta okkar lið. Þess vegna mætum við brattir til leiks.“ Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í keppninni og hafa leikið við sömu andstæðinga. FH tapaði með nítján marka mun gegn þýska stórliðinu Gummersbach á heimavelli í síðustu umferð. Það hefði alltaf verið til of mikils að ætlast af FH liðinu að bera sigur úr býtum gegn lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar en það var helst frammistaða FH-inga í leiknum sem situr eftir og svíður. Eitthvað sem Hafnfirðingar vilja svara fyrir í kvöld. „Gummersbach liðið var frábært en tapið í þeim leik var óþarflega stórt. Menn vita það alveg sjálfir. Það voru of margir hlutir í þeim leik sem féllu hver af öðrum. Án þess að leita í einhverjar afsakanir þá spiluðum við einfaldlega ekki vel. Það er nýr dagur í dag. Nýr mótherji. Við ætlum okkur, bara eins og þegar að við mætum í alla leiki, að mæta til að gera eitthvað gott.“ Lið Savehof er vel skipað og beinast mörg augu að færeyska ungstirninu Óla Mittún. „Óli Mittún er frábær leikmaður og þetta er bara gríðarlega öflugt lið sem að valtaði yfir sænsku deildina á síðasta tímabili. Spilaði skemmtilegan og hraðan handbolta. Þetta lið er með margar öðruvísi og skemmtilegar útfærslur í sjö á sex sóknarleik. Eitthvað nýtt sem að við fáum að glíma við. Þeir koma með sitt lítið af hverju að borðinu. Hlaupa mikið. Pressa andstæðinginn. Við þurfum að eiga einhver svör við þessu.“ Leikur FH og Savehof í Evrópudeildinni í handbolta hefst klukkan korter í sjö í Kaplakrika í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta FH Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Sjá meira
Greint var frá því í gær að Aron hefði gengið til liðs við ungverska stórliðið Vezprém og skrifar hann undir samning sem gildir til sumarsins 2026. Aron gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH fyrir síðasta tímabil og ætlaði hann sér að verða hluti af því að koma Íslandsmeistaratitlinum aftur í Kaplakrika. Það gerði hann og nú á miðju tímabili hefur hann ákveðið að taka stökkið aftur út í atvinnumennskuna. Allt frá því að Aron gekk til liðs við FH segir Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, að mikill áhugi hafi verið á hans kröftum erlendis frá. Aron í leik með FH vísir/Diego „Hann kom hingað til uppeldisfélagsins með stór markmið og stóð við þau,“ segir Sigursteinn í samtali við Vísi. „Skilaði frábærum titli í hús ásamt frábæru FH liði. Ég held að það sé óhjákvæmilegt með mann af þessu kalíberi að það verður alltaf mikill áhugi á honum. Aron fór í gegnum sína hlið á þessu með liðinu. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það sem að hann sagði þar. Hann útskýrði það bara vel fyrir liðinu hvað væri í gangi. Það er ekkert nema skilningur frá okkur í hans garð. Ég held við verðum líka bara að leyfa okkur aðeins að stoppa og vera þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með honum. Hann skilaði frábæru starfi í Krikanum. Það er engin tilviljun að baki þeim árangri sem Aron hefur náð á sínum handboltaferli. Hann elskar áskoranir og stenst þær nánast alltaf og það er ástæða fyrir því. Hann býr yfir frábæru hugarfari og er góður í því að gera aðra leikmenn í kringum sig góða. Fá þá til að trúa á sjálfa sig og verkefnið.““ Aron snýr nú aftur í herbúðir Vezprém þar sem að hann hittir fyrir félaga sinn úr íslenska landsliðinu, Bjarka Má Elísson, sem og fyrrverandi þjálfara sinn hjá Barcelona Xavier Pascual. „Við samgleðjumst með Aron í því sem að hann er að taka sér fyrir hendur núna. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að fram undan er mikil vinna fyrir okkur sem felst í því að við náum vopnum okkar aftur. Augljóslega, þegar að svona öflugur leikmaður hverfur á braut, þá myndast eitthvað bil sem að þarf að brúa. Við þurfum bara að finna leiðir í þessu í sameiningu. Við erum enn með vel skipað lið. Lið sem hefur að mörgu leiti verið lengi saman í bland við unga og efnilega stráka sem hafa verið að koma mjög sterkir inn síðustu vikur. Það er núna okkar verkefni að halda vel utan um þennan hóp. Þá er ég fullur bjartsýni. Við þurfum að koma okkur í gegnum smá tímabil núna þar sem að við erum undir gríðarlegu álagi. Við segjum það bara eins og það er. Tímabil líkt og Valsliðið prófaði fyrir tveimur árum síðan. Þetta er mikið fyrir áhugamannalið að taka þátt í þessari keppni auk þess að halda fókus heima. Við munum lenda á löppunum eftir þetta.“ Nýr dagur, nýr mótherji Og fyrsta verkefnið eftir brotthvarf Arons gerist vart stærra. Sænsku meistararnir í Savehof mæta í Kaplakrika í kvöld í 3.umferð Evrópudeildarinnar. „Við gerum okkur bara grein fyrir því að þessi leikur, eins og allir aðrir leikir í riðlinum, eru bara ofboðslega erfiðir. Í kvöld erum við að eiga við sænsku meistarana. Það gefur augaleið að þetta er öflugt lið eins og hin tvö liðin í riðlinum. En að því sögðu erum við í þessari keppni til þess að taka það besta út úr henni. Reyna að bæta okkar lið. Þess vegna mætum við brattir til leiks.“ Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í keppninni og hafa leikið við sömu andstæðinga. FH tapaði með nítján marka mun gegn þýska stórliðinu Gummersbach á heimavelli í síðustu umferð. Það hefði alltaf verið til of mikils að ætlast af FH liðinu að bera sigur úr býtum gegn lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar en það var helst frammistaða FH-inga í leiknum sem situr eftir og svíður. Eitthvað sem Hafnfirðingar vilja svara fyrir í kvöld. „Gummersbach liðið var frábært en tapið í þeim leik var óþarflega stórt. Menn vita það alveg sjálfir. Það voru of margir hlutir í þeim leik sem féllu hver af öðrum. Án þess að leita í einhverjar afsakanir þá spiluðum við einfaldlega ekki vel. Það er nýr dagur í dag. Nýr mótherji. Við ætlum okkur, bara eins og þegar að við mætum í alla leiki, að mæta til að gera eitthvað gott.“ Lið Savehof er vel skipað og beinast mörg augu að færeyska ungstirninu Óla Mittún. „Óli Mittún er frábær leikmaður og þetta er bara gríðarlega öflugt lið sem að valtaði yfir sænsku deildina á síðasta tímabili. Spilaði skemmtilegan og hraðan handbolta. Þetta lið er með margar öðruvísi og skemmtilegar útfærslur í sjö á sex sóknarleik. Eitthvað nýtt sem að við fáum að glíma við. Þeir koma með sitt lítið af hverju að borðinu. Hlaupa mikið. Pressa andstæðinginn. Við þurfum að eiga einhver svör við þessu.“ Leikur FH og Savehof í Evrópudeildinni í handbolta hefst klukkan korter í sjö í Kaplakrika í kvöld. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta FH Olís-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Sjá meira