Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2024 14:40 Andrés Jónsson almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi Bakherbergisins. Vísir/Vilhelm Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er meðal þeirra sem hefur bæst í hóp þeirra sem íhuga að gefa kost á sér til Alþingis. Grímur íhugar framboð fyrir Viðreisn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti fyrir hádegi um framboð fyrir Sósíalista. Áður hefur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga á ýmsum sviðum stigið fram og lýst yfir framboði eða viðrað áhuga fyrir því að fara á þing. Þeirra á meðal eru fjórir forsetaframbjóðendur, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Arnar Þór Jónsson og Viktor Traustason. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson, fjölmiðlamennirnir Snorri Másson og Þórður Snær Júlíusson, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Lengi mætti áfram telja og þá hafa fleiri þjóðþekktir verið orðaðir við framboð. Kallar á athygli og kitli hégómann Andrés Jónsson almannatengill segir þetta óvenju marga þjóðþekkta sem stigið hafa fram á hið pólitíska svið fyrir alþingiskosningar. „Ég myndi segja að þetta væri óvenju mikið núna en svo upplifir maður það kannski aðeins sterkar af því þetta er svo stuttur aðdragandi og fréttir af framboðum berast margar á dag. En þetta er meira en áður en við höfum samt alveg séð þetta í gegnum tíðina að fólk komi úr fjölmiðlum eða menningu, tónlist, íþróttum eða einhverjum öðrum ábyrgðarstöðum eða embættum og koma inn á framboðslista í kosningum,“ segir Andrés. Ýmsir þættir kunni að skýra hvers vegna flokkar og frægir kjósi að fara þessa leið. „Ég held að það sé augljóst fyrir flokkana að þá er þetta til þess að ná athygli og það sem kannski er óvenjulegt núna er að þessu fólki er að bjóðast hærri sæti á listum en oft áður. Yfirleitt hefur þetta verið í baráttusætin sem að nýliðar í stjórnmálum hafa átt möguleika á. En núna í þessu umróti virðist vera meira um að þeim sé boðið öruggt sæti eða svo gott sem,“ segir Andrés. Í tilfelli fræga fólksins sem á í hlut hafi það kannski lengi verið að hugsa málið og máta sig við hlutverkið. „Það er væntanlega búið að hugsa það í einhvern tíma, af hverju ekki ég? Í þessu samhengi. Hefur kannski fengið slíka hvatningu og jákvæð viðbrögð við sínum störfum og það er kannski ekkert óeðlilegt að það kitli aðeins hégómann og að fólk velti fyrir sér hvort það eigi kannski erindi á fleiri svið.“ Kunni ekki eins vel á nýtt umhverfi Það að vera þekktur er þó ekki endileg ávísun á árangur í stjórnmálum að sögn Andrésar. „Reynslan sýnir að svo er ekki. Það hafa mjög fáir sem hafa náð langt á öðrum sviðum og fært sig yfir í stjórnmálin átt langan feril í stjórnmálum. Þetta er auðvitað fag eins og hvað annað og það er svolítið erfitt þegar þú ert búinn að vera fremstur í flokki á þínu sviði að vera allt í einu byrjandi og kunna ekki alveg á þetta umhverfi,“ segir Andrés. Þannig gæti reynst mikilvægt fyrir þetta fólk að komast fljótt í ráðherrastól eða nefndarformennsku eða annað slíkt vilji það skapa sér sterkari sess í stjórnmálunum. „Af því að sem almennur þingmaður, þú verður eiginlega svolítið utan gátta. Við höfum séð að það er ekki nóg að vera frægur eða hafa talað í sjónvarpinu og hljómað gáfulegur til að finna þig í hlutverki stjórnmálamannsins.“ Ekki auðvelt að vera áhugaverður í stjórnmálum Skiptar skoðanir hafa verið viðraðar um það hversu gott það sé fyrir stjórnmálin og lýðræðið að fólk gefi kost á sér í auknum mæli sem hefur lítið sem ekkert látið að sér kveða í stjórnmálum og þjóðmálaumræðu áður. „Ég held að þetta sé afleiðing af því að stjórnmálafólk er ekki jafn þekkt og það var. Það hefur ekki sama aðgang að athygli og það hafði í gömlu fjölmiðlunum og nú þegar fólk fær fréttir af samfélagsmiðlum. Þannig þú þarft einhvern veginn að vera áhugaverðari og stjórnmálin eru kannski ekki besti staðurinn til að verða áhugaverður,“ segir Andrés. Aftur á móti geti þetta líka að sumu leyti haft neikvæð áhrif líka. „Við viljum ákveðna breidd á Alþingi og þetta minnkar kannski í svona hraða eins og er núna möguleika ungs fólks, jaðarhópa, fólks af erlendum uppruna og alls konar hópa um að komast á lista og fólk sem er frægt það hefur bara forskot,“ segir Andrés. Flokkar á uppleið vinsælir Til þessa hefur mátt merkja nokkurn mun á milli flokka hvað varðar endurnýjun á listum þar sem þekkt andlit koma fram í dagsljósið. Samfylkingin og Viðreisn hafa til að mynda teflt fram nokkrum þekktum nöfnum á meðan minna hefur verið um slíkt í tilfelli stjórnarflokkanna sem dæmi. „Það spilar auðvitað stóra rullu hvort að það eru laus sæti. Það er helst í þessum flokkum sem hafa verið að vaxa þar sem þessi stóru nöfn eru að gefa sig upp í. Við sjáum bara hjá Viðreisn eru tveir frá í gær, Grímur Grímsson og Aðalsteinn Leifsson að sækjast eftir topp sætum í Reykjavík,“ segir Andrés. „En eins og hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera að það sé aðallega verið að refsa fólki neðar á listum, þó að flokksmenn séu kannski ósáttir við forystufólkið þá eru þeir ekki að refsa formönnum og varaformönnum heldur almennum þingmönnum. Kannski af því að er of stórt skref að henda burtu formönnum svona stutt fyrir kosningar. Það eru svona áhrifin sem við sjáum hjá Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki til dæmis.“ Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er meðal þeirra sem hefur bæst í hóp þeirra sem íhuga að gefa kost á sér til Alþingis. Grímur íhugar framboð fyrir Viðreisn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti fyrir hádegi um framboð fyrir Sósíalista. Áður hefur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga á ýmsum sviðum stigið fram og lýst yfir framboði eða viðrað áhuga fyrir því að fara á þing. Þeirra á meðal eru fjórir forsetaframbjóðendur, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Arnar Þór Jónsson og Viktor Traustason. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson, fjölmiðlamennirnir Snorri Másson og Þórður Snær Júlíusson, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Lengi mætti áfram telja og þá hafa fleiri þjóðþekktir verið orðaðir við framboð. Kallar á athygli og kitli hégómann Andrés Jónsson almannatengill segir þetta óvenju marga þjóðþekkta sem stigið hafa fram á hið pólitíska svið fyrir alþingiskosningar. „Ég myndi segja að þetta væri óvenju mikið núna en svo upplifir maður það kannski aðeins sterkar af því þetta er svo stuttur aðdragandi og fréttir af framboðum berast margar á dag. En þetta er meira en áður en við höfum samt alveg séð þetta í gegnum tíðina að fólk komi úr fjölmiðlum eða menningu, tónlist, íþróttum eða einhverjum öðrum ábyrgðarstöðum eða embættum og koma inn á framboðslista í kosningum,“ segir Andrés. Ýmsir þættir kunni að skýra hvers vegna flokkar og frægir kjósi að fara þessa leið. „Ég held að það sé augljóst fyrir flokkana að þá er þetta til þess að ná athygli og það sem kannski er óvenjulegt núna er að þessu fólki er að bjóðast hærri sæti á listum en oft áður. Yfirleitt hefur þetta verið í baráttusætin sem að nýliðar í stjórnmálum hafa átt möguleika á. En núna í þessu umróti virðist vera meira um að þeim sé boðið öruggt sæti eða svo gott sem,“ segir Andrés. Í tilfelli fræga fólksins sem á í hlut hafi það kannski lengi verið að hugsa málið og máta sig við hlutverkið. „Það er væntanlega búið að hugsa það í einhvern tíma, af hverju ekki ég? Í þessu samhengi. Hefur kannski fengið slíka hvatningu og jákvæð viðbrögð við sínum störfum og það er kannski ekkert óeðlilegt að það kitli aðeins hégómann og að fólk velti fyrir sér hvort það eigi kannski erindi á fleiri svið.“ Kunni ekki eins vel á nýtt umhverfi Það að vera þekktur er þó ekki endileg ávísun á árangur í stjórnmálum að sögn Andrésar. „Reynslan sýnir að svo er ekki. Það hafa mjög fáir sem hafa náð langt á öðrum sviðum og fært sig yfir í stjórnmálin átt langan feril í stjórnmálum. Þetta er auðvitað fag eins og hvað annað og það er svolítið erfitt þegar þú ert búinn að vera fremstur í flokki á þínu sviði að vera allt í einu byrjandi og kunna ekki alveg á þetta umhverfi,“ segir Andrés. Þannig gæti reynst mikilvægt fyrir þetta fólk að komast fljótt í ráðherrastól eða nefndarformennsku eða annað slíkt vilji það skapa sér sterkari sess í stjórnmálunum. „Af því að sem almennur þingmaður, þú verður eiginlega svolítið utan gátta. Við höfum séð að það er ekki nóg að vera frægur eða hafa talað í sjónvarpinu og hljómað gáfulegur til að finna þig í hlutverki stjórnmálamannsins.“ Ekki auðvelt að vera áhugaverður í stjórnmálum Skiptar skoðanir hafa verið viðraðar um það hversu gott það sé fyrir stjórnmálin og lýðræðið að fólk gefi kost á sér í auknum mæli sem hefur lítið sem ekkert látið að sér kveða í stjórnmálum og þjóðmálaumræðu áður. „Ég held að þetta sé afleiðing af því að stjórnmálafólk er ekki jafn þekkt og það var. Það hefur ekki sama aðgang að athygli og það hafði í gömlu fjölmiðlunum og nú þegar fólk fær fréttir af samfélagsmiðlum. Þannig þú þarft einhvern veginn að vera áhugaverðari og stjórnmálin eru kannski ekki besti staðurinn til að verða áhugaverður,“ segir Andrés. Aftur á móti geti þetta líka að sumu leyti haft neikvæð áhrif líka. „Við viljum ákveðna breidd á Alþingi og þetta minnkar kannski í svona hraða eins og er núna möguleika ungs fólks, jaðarhópa, fólks af erlendum uppruna og alls konar hópa um að komast á lista og fólk sem er frægt það hefur bara forskot,“ segir Andrés. Flokkar á uppleið vinsælir Til þessa hefur mátt merkja nokkurn mun á milli flokka hvað varðar endurnýjun á listum þar sem þekkt andlit koma fram í dagsljósið. Samfylkingin og Viðreisn hafa til að mynda teflt fram nokkrum þekktum nöfnum á meðan minna hefur verið um slíkt í tilfelli stjórnarflokkanna sem dæmi. „Það spilar auðvitað stóra rullu hvort að það eru laus sæti. Það er helst í þessum flokkum sem hafa verið að vaxa þar sem þessi stóru nöfn eru að gefa sig upp í. Við sjáum bara hjá Viðreisn eru tveir frá í gær, Grímur Grímsson og Aðalsteinn Leifsson að sækjast eftir topp sætum í Reykjavík,“ segir Andrés. „En eins og hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera að það sé aðallega verið að refsa fólki neðar á listum, þó að flokksmenn séu kannski ósáttir við forystufólkið þá eru þeir ekki að refsa formönnum og varaformönnum heldur almennum þingmönnum. Kannski af því að er of stórt skref að henda burtu formönnum svona stutt fyrir kosningar. Það eru svona áhrifin sem við sjáum hjá Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki til dæmis.“
Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira