Hrakfallasaga Sigga mæjó í Liverpool Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 07:02 Siggi mæjó á sjúkrabeði en vinur hans Óli Palli var staðfastur við hlið hans. Óli Palli Sigurður Arnar Jónsson, sem ýmist er kallaður Siggi Mæjó eða Sigurður mæjónes, lenti heldur betur í honum kröppum þegar hann var óvænt mynstraður sem aðstoðarleiðsögumaður Kirkjukórs Hveragerðis til Liverpool – á Bítlaslóðir. Blaðamaður hafði heyrt undan og ofan af hrakfallasögunni miklu en símtalið við Sigga mæjó byrjaði með nokkrum ósköpum. „Sæll Jakob. Geturðu hringt eftir hálftíma. Ég er að bíða eftir að verkjatöflurnar fari að kikka inn. Ég er í Rotterdam.“ Plataður til að vera aðstoðarfararstjóri í Bítlaferð Hálftíma síðar: „Já, þetta er allt annað.“ Ók. Og hvað ertu að gera í Rotterdam? „Þetta er með því fyndnara sem ég hef lent í,“ sagði Siggi og hlær. Blaðamaður á erfitt með að sjá þetta fyrir sér sem fyndið en Siggi hló í öðru hverju orði. Honum er greinlega lagið að sjá kómísku hliðarnar á tilverunni. Og best að byrja á byrjuninni: „Ég var sjanghæjaður um þar síðustu helgi sem aðstoðarfararstjóri fyrir Kirkjukórinn í Hveragerði. Sá sem sjanghæjaði mig með var nú bara Óli Palli vinur minn sem mátti taka félaga með og hann útnefndi mig sem slíkan. Ferðin byrjaði vel og þeir fóru í gegnum Bítlasafnið með kórinn. Þar fór Siggi að finna til óþæginda í maga.aðsend Við lentum í Liverpool, þetta var Bítlatúr, og við lentum þarna um tíu leitið. Og fengum að geyma töskurnar á hótelinu, ekki hægt að tékka inn fyrr en þrjú. Og svo örkuðum við í gegnum Bítlasafnið, ég með annan hluta hópsins og Óli Palli hinn.“ Hné niður og umsvifalaust hringt á sjúkrabíl Óli Palli er útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, æskuvinur Sigga, þeir ólust upp í húsum sem stóðu hlið við hlið og hafa ætíð verið góðir vinir, alla tíð raunar. Óli Palli fékk Sigga með sér í Fjallabræður á sínum tíma. Fjallabræður munu syngja á Heimahátíðinni sem verður uppi á Skaga um næstu helgi en þá verður Siggi fjarri góðu gamni eins og nánar verður komið að síðar. „Þegar við vorum að klára fór ég að finna eitthvað skrítið í maganum. Þarna var klukkan bara hálftvö. Við ákváðum að leyfa fólkinu að njóta borgarinnar og við Óli vorum að rölta einir. Þá fékk ég svakalegan verk í maga og líka herðablöðin. Þannig að ég hrundi niður á einhvern stól. Siggi Mæjó kominn í sjúkrabílinn.Óli Palli Óli Palli „googlaði“ eitthvað, þetta virkaði eins og hjartaáfall þannig að hann hringdi á sjúkrabíl. Ég var fluttur beint uppá sjúkrahús. Þá hafði verið komið gat á magann á mér í flugvélinni, sem hafði stækkað. Þetta hefur pottþétt verið eitthvað undirliggjandi.“ Og hver var greiningin? „Nú er ég ekki læknir en þetta hefur væntanlega verið eitthvað magasýruvesen. Við gátum í það minnsta útilokuðum hjartaáfallið. Ég gat ekki talað fyrir verkjum. Óli Palli var með mér þar til hann þurfti að fara með hópinn á tónleika. Svo lenti ég í sex tíma skurðaðgerð á sjúkrahúsinu í Liverpool, háskólasjúkrahúsinu þar.“ Sestir upp hjá dóttur Sigga í Rotterdam Þar lá svo Siggi með súrefni og þvaglegg. En var útskrifaður á sunnudaginn með þeim fyrirmælum að hann má ekki fljúga næstu fjórar vikurnar. Sem setti heldur betur strik í reikninginn. Siggi á sjúkrabeði á háskólasjúkrahúsinu á Liverpool, sem Siggi segir að sé afskaplega faglegt og í raun dásamlegt.óli palli „Ég átti að koma heim á mánudaginn, þetta áttu bara að vera þriggja daga ferð. Óli hringdi strax í systur mínar tvær og þær voru mættar og voru hjá mér fram á mánudag. Ég var rétt vaknaður þegar þær voru mættar. Svo komu foreldrarnir.“ Siggi segir svo frá að hann eigi dóttur sem er í tónlistarnámi í Rotterdam. Móðir hans fór heim á mánudag en Siggi og faðir hans hins vegar vissu ekki alveg hvað þeir áttu að gera við sig en það varð úr að þeir tóku lest til Rotterdam í Hollandi. „Við erum sestir upp hjá dóttur minni. Pabbi er nýkominn úr hnjáskiptaaðgerði þannig að við erum skemmtilegir hér; haltur leiðir blindann.“ Má aldrei borða íbóprófín aftur Stefnan er svo að sigla heim á sunnudaginn með viðkomu í Færeyjum. Það er bara næsti fraktari,“ segir Siggi og skellihlær. Þegar við ræðum þetta gat á maganum nánar segir Siggi að hann hafi rifbeinsbrotnað fyrir fjórum vikum. Feðgarnir Siggi mæjó og Jón forseti á röltinu í Rotterdam.Sigurður Arnar „Ég hef verið að éta mikið af verkjalyfjum og þeir vildu meina að ibóprófín væri ekki gott fyrir magann. Ég má víst ekki borða svoleiðis, aldrei aftur, maður lærir alltaf eitthvað nýtt. En sjúkrahúsið þarna er alveg frábært og yndislegt starfsfólk. Mjög faglegt í alla staði,“ segir Siggi. Siggi lýsir því svo að sérdeilis fínt sé að hafa föður sinn með í för, hann heiti Jón Sigurðsson, ætíð kallaður Jón Forseti og það sé fínt að geta viðrað kallinn. Hann þurfi á göngutúrum að halda. Systur Sigga, þær Inga Magný og Vigdís Elfa Jónsdætur mættu um leið og kallið kom.Sigurður arnar „Óli var með mér allan tímann á sjúkrahúsinu. Hann sagði: „Þú verður að tóra, ég hef aldrei misst mann,“ segir Siggi og hlær. Óli Palli segir í samtali við Vísi að vitaskuld hafi aldrei neitt annað komið til greina. „Systur mínar fóru í staðinn á Cavern-klúbbinn meðan ég lá í móki á sjúkrahúsinu. Ég fékk ekki að borða fyrr en á fimmtudaginn, mátti ekki einu sinni drekka.“ Má sigla en ekki fljúga Siggi segir að það hafi aldrei liðið yfir sig en hann hafi hins vegar ekki getað talað fyrir kvölum. „Þegar ég var spurður um hversu mikill sársaukinn væri á mælikvarðanum einn til tíu. Ég gat stunið upp sex og þá sprakk Óli úr hlátri; þú getur ekki einu sinni talað! En þetta er líklega ástæðan, magasýrurnar, rifbeinsbrot, og pilluát. Vildu þeir meina.“ Læknarnir þurftu að skera í Sigga, býsna góðan skurð til að sauma fyrir gatið á maganum. Þessir saumar verða að gróa. Siggi má sigla en ekki fljúga.sigurður arnar Ástæðuna sem hinir ágætu læknar á sjúkrahúsinu í Liverpool gáfu þegar þeir bönnuðu Sigga að fljúga var þrýstingurinn sem myndast í flugvélinni. „Ég má alveg sigla, ekkert mál en það er þrýstingurinn uppi. Þetta var gat á stærð við tíkall. Þurfti að sauma þetta saman og er enn að gróa. Allir þessir saumar. En ég verð betri með hverjum deginum.“ England Heilsugæsla Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Blaðamaður hafði heyrt undan og ofan af hrakfallasögunni miklu en símtalið við Sigga mæjó byrjaði með nokkrum ósköpum. „Sæll Jakob. Geturðu hringt eftir hálftíma. Ég er að bíða eftir að verkjatöflurnar fari að kikka inn. Ég er í Rotterdam.“ Plataður til að vera aðstoðarfararstjóri í Bítlaferð Hálftíma síðar: „Já, þetta er allt annað.“ Ók. Og hvað ertu að gera í Rotterdam? „Þetta er með því fyndnara sem ég hef lent í,“ sagði Siggi og hlær. Blaðamaður á erfitt með að sjá þetta fyrir sér sem fyndið en Siggi hló í öðru hverju orði. Honum er greinlega lagið að sjá kómísku hliðarnar á tilverunni. Og best að byrja á byrjuninni: „Ég var sjanghæjaður um þar síðustu helgi sem aðstoðarfararstjóri fyrir Kirkjukórinn í Hveragerði. Sá sem sjanghæjaði mig með var nú bara Óli Palli vinur minn sem mátti taka félaga með og hann útnefndi mig sem slíkan. Ferðin byrjaði vel og þeir fóru í gegnum Bítlasafnið með kórinn. Þar fór Siggi að finna til óþæginda í maga.aðsend Við lentum í Liverpool, þetta var Bítlatúr, og við lentum þarna um tíu leitið. Og fengum að geyma töskurnar á hótelinu, ekki hægt að tékka inn fyrr en þrjú. Og svo örkuðum við í gegnum Bítlasafnið, ég með annan hluta hópsins og Óli Palli hinn.“ Hné niður og umsvifalaust hringt á sjúkrabíl Óli Palli er útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, æskuvinur Sigga, þeir ólust upp í húsum sem stóðu hlið við hlið og hafa ætíð verið góðir vinir, alla tíð raunar. Óli Palli fékk Sigga með sér í Fjallabræður á sínum tíma. Fjallabræður munu syngja á Heimahátíðinni sem verður uppi á Skaga um næstu helgi en þá verður Siggi fjarri góðu gamni eins og nánar verður komið að síðar. „Þegar við vorum að klára fór ég að finna eitthvað skrítið í maganum. Þarna var klukkan bara hálftvö. Við ákváðum að leyfa fólkinu að njóta borgarinnar og við Óli vorum að rölta einir. Þá fékk ég svakalegan verk í maga og líka herðablöðin. Þannig að ég hrundi niður á einhvern stól. Siggi Mæjó kominn í sjúkrabílinn.Óli Palli Óli Palli „googlaði“ eitthvað, þetta virkaði eins og hjartaáfall þannig að hann hringdi á sjúkrabíl. Ég var fluttur beint uppá sjúkrahús. Þá hafði verið komið gat á magann á mér í flugvélinni, sem hafði stækkað. Þetta hefur pottþétt verið eitthvað undirliggjandi.“ Og hver var greiningin? „Nú er ég ekki læknir en þetta hefur væntanlega verið eitthvað magasýruvesen. Við gátum í það minnsta útilokuðum hjartaáfallið. Ég gat ekki talað fyrir verkjum. Óli Palli var með mér þar til hann þurfti að fara með hópinn á tónleika. Svo lenti ég í sex tíma skurðaðgerð á sjúkrahúsinu í Liverpool, háskólasjúkrahúsinu þar.“ Sestir upp hjá dóttur Sigga í Rotterdam Þar lá svo Siggi með súrefni og þvaglegg. En var útskrifaður á sunnudaginn með þeim fyrirmælum að hann má ekki fljúga næstu fjórar vikurnar. Sem setti heldur betur strik í reikninginn. Siggi á sjúkrabeði á háskólasjúkrahúsinu á Liverpool, sem Siggi segir að sé afskaplega faglegt og í raun dásamlegt.óli palli „Ég átti að koma heim á mánudaginn, þetta áttu bara að vera þriggja daga ferð. Óli hringdi strax í systur mínar tvær og þær voru mættar og voru hjá mér fram á mánudag. Ég var rétt vaknaður þegar þær voru mættar. Svo komu foreldrarnir.“ Siggi segir svo frá að hann eigi dóttur sem er í tónlistarnámi í Rotterdam. Móðir hans fór heim á mánudag en Siggi og faðir hans hins vegar vissu ekki alveg hvað þeir áttu að gera við sig en það varð úr að þeir tóku lest til Rotterdam í Hollandi. „Við erum sestir upp hjá dóttur minni. Pabbi er nýkominn úr hnjáskiptaaðgerði þannig að við erum skemmtilegir hér; haltur leiðir blindann.“ Má aldrei borða íbóprófín aftur Stefnan er svo að sigla heim á sunnudaginn með viðkomu í Færeyjum. Það er bara næsti fraktari,“ segir Siggi og skellihlær. Þegar við ræðum þetta gat á maganum nánar segir Siggi að hann hafi rifbeinsbrotnað fyrir fjórum vikum. Feðgarnir Siggi mæjó og Jón forseti á röltinu í Rotterdam.Sigurður Arnar „Ég hef verið að éta mikið af verkjalyfjum og þeir vildu meina að ibóprófín væri ekki gott fyrir magann. Ég má víst ekki borða svoleiðis, aldrei aftur, maður lærir alltaf eitthvað nýtt. En sjúkrahúsið þarna er alveg frábært og yndislegt starfsfólk. Mjög faglegt í alla staði,“ segir Siggi. Siggi lýsir því svo að sérdeilis fínt sé að hafa föður sinn með í för, hann heiti Jón Sigurðsson, ætíð kallaður Jón Forseti og það sé fínt að geta viðrað kallinn. Hann þurfi á göngutúrum að halda. Systur Sigga, þær Inga Magný og Vigdís Elfa Jónsdætur mættu um leið og kallið kom.Sigurður arnar „Óli var með mér allan tímann á sjúkrahúsinu. Hann sagði: „Þú verður að tóra, ég hef aldrei misst mann,“ segir Siggi og hlær. Óli Palli segir í samtali við Vísi að vitaskuld hafi aldrei neitt annað komið til greina. „Systur mínar fóru í staðinn á Cavern-klúbbinn meðan ég lá í móki á sjúkrahúsinu. Ég fékk ekki að borða fyrr en á fimmtudaginn, mátti ekki einu sinni drekka.“ Má sigla en ekki fljúga Siggi segir að það hafi aldrei liðið yfir sig en hann hafi hins vegar ekki getað talað fyrir kvölum. „Þegar ég var spurður um hversu mikill sársaukinn væri á mælikvarðanum einn til tíu. Ég gat stunið upp sex og þá sprakk Óli úr hlátri; þú getur ekki einu sinni talað! En þetta er líklega ástæðan, magasýrurnar, rifbeinsbrot, og pilluát. Vildu þeir meina.“ Læknarnir þurftu að skera í Sigga, býsna góðan skurð til að sauma fyrir gatið á maganum. Þessir saumar verða að gróa. Siggi má sigla en ekki fljúga.sigurður arnar Ástæðuna sem hinir ágætu læknar á sjúkrahúsinu í Liverpool gáfu þegar þeir bönnuðu Sigga að fljúga var þrýstingurinn sem myndast í flugvélinni. „Ég má alveg sigla, ekkert mál en það er þrýstingurinn uppi. Þetta var gat á stærð við tíkall. Þurfti að sauma þetta saman og er enn að gróa. Allir þessir saumar. En ég verð betri með hverjum deginum.“
England Heilsugæsla Íslendingar erlendis Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira