Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 09:32 Frá mótmælum kennara í ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga taldi boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur sagt að stefnan hefði ekki áhrif á boðuð verkföll kennara sem eiga að hefjast í næstu viku, þriðjudaginn 29. október. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fagnaði niðurstöðunni í viðtali í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Hann sagðist hafa talið það klárt frá upphafi að kennarar hefðu farið að reglum við boðun verkfallsaðgerða sinna. „Þarna kemur auðvitað bara í ljós að okkar markmið hafa verið skýr,“ sagði hann. Kennarar ætla að leggja niður störf í fjórum leikskólum á landinu, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Hluti verkfallanna eru tímabundin en í leikskólunum eru þau ótímabundin. Deiluaðilar hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Magnús Þór sagði kennara mæta þangað nú þegar aukinn fókus væri á verkefnið eftir að ljóst varð að verkfallsaðgerðir séu yfirvofandi. Magnús Þór sagði flókið að svara því hverjar launakröfur kennara væru þar sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um aðferðir til þess að bera saman störf kennara við sérfræðinga á almennum markaði. Því væri ekki hægt að nefna ákveðna krónutölu- eða prósentuhækkun. Verkefnið sem stæði fyrir dyrum væri að sjá hvernig væri hægt að bera saman „sérfræðinga í fræðslustarfsemi við almenna sérfræðinga á markaði og jafna launin þar á milli“. Kennarar telji eðlilegt að miðað verði með meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira