Ofríki andhverfunnar Erna Mist skrifar 23. október 2024 10:17 Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa menn tekið upp á því að grafa undan trúverðugleika nýrra frambjóðenda undir þeim formerkjum að flokkar séu að fylla listana sína af frægu fólki. Frægðarformerkinu er ætlað að sveipa þá sem koma nýir inn á sjónarsvið stjórnmálanna neikvæðum hjúpi tækifæris- og yfirborðsmennsku, en þegar nöfnin sem nefnd eru í samhengi frægðarinnar samanstanda af fjölmiðlafólki, fyrrum embættismönnum, og einstaklingum sem gegnt hafa þungavigtarstöðum innan umfangsmikilla fyrirtækja (með öðrum orðum: nákvæmlega þeim þjóðfélagshópum sem búast má við að bjóði sig fram til Alþingis) fer maður að efast um að meint frægð beri í sér þá merkingu sem við erum vön að leggja í þetta orð. Athyglishagkerfið; hið stafræna regluverk sem grundvallar samtímann, hefur eflaust sitthvað að gera með afbökun frægðarhugtaksins. Þegar sýnileikinn er á allra færi breytast ókunnugir í opnar bækur, raunveruleikinn rennur saman við raunveruleikasjónvarp og samasemmerki er dregið milli opinberra persóna og frægs fólks. Á tímum margmiðlunar verða skilin milli stjórnmála og afþreyingar ekki bara óskýr heldur ómarktæk, því þjóðin fylgist með gangi mála eins og hverri annarri þáttaseríu og þar af leiðandi getur fólk ekki boðið sig fram án þess að verða að holdgervingum sýndarmennskunnar. Kannski er eðlilegt að menn nýti hvert tækifæri til að grafa undan trúverðugleika pólitískra andstæðinga í aðdraganda kosninga, en getur verið að þessi andstaða sé tilkomin af enn dýpri undiröldu? Ef marka má alþjóðapólitísk mynstur eru ríkjandi öfl víðast hvar í heiminum að víkja fyrir eigin stjórnarandstöðu; hreyfing sem skýrist ekki af öðru en altækri óánægju gagnvart yfirvofandi efnahagsástandi. Sumstaðar víkja íhaldsflokkar fyrir verkalýðsflokkum, annarsstaðar víkja sósíaldemókratar fyrir hægripopúlistum, og í hérlendu samhengi hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna millifærst á nágrannaflokka sem njóta nú forskotsins sem andstaða þeirra við fráfallandi ríkisstjórn hefur skapað þeim. Ofríki andhverfunnar kristallast svo í baráttunni um valdamesta embætti heims, þar sem forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum byggja kosningabaráttu sína á andstöðu við mótframbjóðanda sinn frekar en eigin ágætum. En hvað þýðir það þegar einstaklingar, samfélög og þjóðfélög skilgreina sig út frá því sem þau vilja ekki vera? Skautunartilburðir samfélagsmiðla; tölvuleiksins sem spannar stóran hluta tilverunnar en samanstendur af óheppilega miskunnarlausum algóritmum sem ganga út á að framkalla illvígar tilfinningar sem auðvelt er að espa upp og viðhalda svo athygli manns haldist fastskorðuð við skjáinn sem lengst - hafa eflaust sitthvað að gera með tilhneigingu nútímamannsins til að einblína á þær hugmyndir sem hann er mótfallinn, frekar en þær sem hann aðhyllist. En þegar kemur að makaleit dugar ekki að benda á þá sem heilla mann ekki, og þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang dugar ekki að vita hverju maður nennir ekki. Það er vitsmunalega flókið að finna sér hugmyndir til að aðhyllast og efla; eins flókið og það er fyrir stjórnmálaflokk að umbreyta óánægjufylgi sínu í hugmyndafræðilegan hljómgrunn þar sem fólk sameinast um hugmyndir, hugsjónir og aðgerðir frekar en að byggja samstöðu sína á andstöðu gagnvart öðrum. Raunveruleg innihaldspólitík grundvallast á málflutningi sem einskorðast ekki við ásakanir, heldur einkennist af hugkvæmni til þess fallinni að veita nytsamlegri framkvæmdagleði hugmyndafræðilegan farveg. Höfundur er listmálari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun