Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 10:26 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum. Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Krafa Kennarasambands Íslands í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er að kjör félagsmanna verði sambærileg við sérfræðinga á almennum markaði í samræmi við samkomulag sem var gert árið 2016. SÍS stefndi Kennarasambandinu fyrir félagsdómi vegna ólöglegrar verkfallsboðunar á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðallaun sérfræðinga á almennum markaði. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði kennara telja það eina sanngjarna viðmiðið þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sérfræðinga og para kennara við hana í viðtali eftir dóm félagsdóms í morgun. „Hún losar einhverja rúma milljón í grunnlaunum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðaltali,“ sagði Mjöll þegar hún var spurð við hvaða launatölu ætti þá að miða. Fjölgun leiðbeinenda að mola innan úr skólakerfinu Mjöll sagði að laun í skólakerfinu þyrftu að vera samkeppnishæf og ekki gengi að kennarar væru á verulega lægri launum en sambærilegir sérfræðingar. Kennarar væru þar að auki um átta til tíu prósentum undir meðallaunum í landinu. Fjölgun ófaglærðra leiðbeinenda í skólakerfinu væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig það er að mola kerfið okkar að innan. Það er bara alvarlegt mál.“ Verkföll kennara í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. Deiluaðilar eiga að hittast hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 í dag. Til þess að afstýra verkfalli hafa þeir því fimm daga til þess að ná saman um við hvað skuli miða laun kennara sem ekki hefur tekist á undanförnum átta árum.
Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Dómsmál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 „Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23. október 2024 00:02