Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 22:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri vill ekki meina að uppbygging í Grafarvogi sé þétting byggðar. Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan. Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira