Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 22:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri vill ekki meina að uppbygging í Grafarvogi sé þétting byggðar. Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan. Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira