Ómissandi fjársjóður! Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. október 2024 07:16 Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ómissandi fjársjóður! Kvenréttindadagurinn mikli er í dag og tilvalið að ræða stöðu innflytjendakvenna, kvenna af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna í atvinnulífinu á Íslandi eiga betra skilið. Þær eru mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði. Þær koma frá fjölbreyttum menningarheimum og hafa mismunandi bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að hafa flutt til Íslands í leit að betri tækifærum og lífsgæðum. Þrátt fyrir að margar konur af erlendum uppruna hafi náð að skapa sér gott líf á Íslandi, standa þær frammi fyrir ýmsum áskorunum á vinnumarkaði, ekki síst hindrunum sem eru margar. Tungumálahindranir eru oft stór áskorun sem getur haft áhrif á aðgengi að störfum og starfsþróun. Margar konur af erlendum uppruna eru yfirmenntaðar fyrir þau störf sem þær taka að sér, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og starfsánægju. Konur af erlendum uppruna vinna lengri vinnudag en innfæddar konur og eru oft á miklu lægri launum en aðrar konur. Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna eru oft takmarkaðir við láglaunastörf í þjónustugeiranum, svo sem í hreingerningu, umönnun og veitingarekstri. Þetta getur leitt til þess að þær upplifi minni starfsöryggi og minni möguleika á starfsþróun. Þó hafa sumar konur af erlendum uppruna náð að brjótast út úr þessum ramma og skapa sér farsælan starfsferil í ýmsum greinum, en það er dropi í hafi og alls ekki nóg. Félagslegur stuðningur og tengslanet eru mikilvæg fyrir konur af erlendum uppruna til að ná árangri á vinnumarkaði. Með auknum stuðningi og betra aðgengi að endurmenntun og starfsþjálfun geta þessar konur nýtt hæfileika sína til fulls og lagt enn meira af mörkum til íslensks samfélags. Við þurfum líka að veita þeim tækifæri til að byggja upp tengslanet hér á landi. Konur af erlendum uppruna á Íslandi eru ómissandi hluti af vinnumarkaðinum. Þær hafa náð að leggja mikið af mörkum til samfélagsins. Við gætum ekki rekið ákveðna þjónustu ef það væri ekki fyrir þær. Með aukinni vitund og stuðningi getur samfélagið hjálpað þessum konum að blómstra og nýta hæfileika sína til fulls. Kerfi, samfélag, fyrirtæki og sumt fólk gefa stöðugt þau skilaboð að konur af erlendum uppruna séu ekki nóg. Þær séu ekki nógu góðar fyrir hin og þessi störf. Staðreyndin er aftur á móti sú að þær eru of hæfar, of klárar og of góðar fyrir íslenskt samfélag. Þetta er mannauður sem er vannýttur. Fjársjóður sem er ekki farið vel með. Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru konur! Höfundur er kona og innflytjandi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun