Sigrumst á mænusótt (lömunarveiki) sem enn er á sveimi! Alma D. Möller skrifar 24. október 2024 10:17 Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun