49 ár Bryndís Guðmundsdóttir, Helga Björg O. Ragnarsdóttir, María Björk Lárusdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir skrifa 24. október 2024 13:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 stöðu kvenna. Af því tilefni tóku kvenfélög og kvennasamtök hér á landi höndum saman og skipulögðu viðburði til að koma kröfum kvenna um jafnrétti á framfæri. Tillaga um að konur legðu niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október var ein þeirra. Í dag eru 49 ár frá kvennafrídeginum þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf, launuð og ólaunuð, í þeim tilgangi að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaði og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Konur komu saman á útifundum víðsvegar um landið og blésu hver annarri baráttuanda í brjóst. Fjölmennasti fundurinn var á Lækjartorgi þar sem um 25 þúsund konur komu saman. Í fjölmiðlum víða um heim voru fluttar fréttir af samtakamætti og baráttuhug kvenna á Íslandi. Kvennafrídagurinn 1975 var mikilvæg birtingarmynd þeirrar kvennasamstöðu sem einkennt hefur kvenfrelsisbaráttu í gegnum tíðina. Sú kvennasamstaða sem í honum fólst styrkti baráttu kvenna á öllum sviðum samfélagsins fyrir kvenfrelsi og jafnrétti sem leiddi til umbóta á sviði jafnréttismála á næstu árum og áratugum. Kvenfrelsi fyrir 49 árum Staða kvenna árið 1975 var allt önnur en sú staða sem konur búa við í dag. Kerfislægar hindranir voru margar. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna ykist stöðugt voru dagvistunarúrræði takmörkuð og oft kostnaðarsöm. Fæðingarorlof var þrír mánuðir og aðeins fyrir útivinnandi mæður. Hlutfall kvenna var 5% á Alþingi og 3,6% í sveitarstjórnum. Konur fóru síður í háskóla og voru fáar í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og stofnunum. Konur og börn sem bjuggu við heimilisofbeldi höfðu takmörkuð bjargráð þar sem Kvennaathvarfið kom ekki til sögunnar fyrr en 1982, Stígamót 1989 og önnur úrræði seinna. Samfélagsleg viðmið settu konum takmök þar sem hlutverk kvenna var tengt barneignum og umönnun. Þátttöku í hinu opinbera lífi fylgdi gjarnan gagnrýni á konur sem mæður og eiginkonur. Þó að jafnrétti hafi ekki verið náð hér á landi frekar en annars staðar í heiminum hefur kvenfrelsisbaráttan skilað mikilvægum áföngum. Þar má nefna framsækna jafnréttislöggjöf, aukinn fæðingarorlofsrétt óháð kyni, aukna vitund um ofbeldi gegn konum og börnum ásamt úrræðum fyrir þolendur ofbeldis, jafnara hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, fleiri konur í stjórnunarhlutverkum í fyrirtækjum og stofnunum, fjölgun háskólamenntaðra kvenna og mikilvæg skref í átt að launajafnrétti. Frá einsleitni til fjölbreytni Á síðustu 49 árum hefur samfélagið þróast frá einsleitni til fjölbreytni. Á 8. áratugnum var samkynhneigt fólk og annað hinsegin fólk að mestu inni í skápum, útlendingar voru í útlöndum og fatlað fólk var oft inni á heimilum. Fjölgun innflytjenda, aukin réttindi hinsegin fólks og meiri þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu hefur leitt til aukinnar fjölbreytni og auðgað samfélagið. Felur það í sér að vinna þarf að jafnrétti með víðtækari hætti en áður. Launamunur kynjanna Þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf í íslenskri löggjöf í meira en 65 ár er launamunur kynjanna enn staðreynd hér á landi. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,3 % árið 2023, körlum í vil og jókst frá fyrra ári úr 8,6%. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum vinnumarkaði og 8,0% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4,3% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Vanmat á virði kvennastarfa Ástæður launamunar kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar þar sem hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Það dugar skammt að bregðast við vanmati kvennastarfa með því að segja konum að vera duglegri að velja sér karllægar greinar, jafnvel þvert gegn sínum vilja og áhuga. Beina þarf sjónum að verðmætamati starfa og tryggja að kvenlægir þættir starfa séu metnir til jafns við hina karlægu og hækka þannig laun hefðbundinna kvennastarfa. Í því felst að meta þarf þætti eins og ábyrgð á fólki, líkamlega færni, jafningjastjórnun, fræðslu og miðlun, samskiptafærni, teymisvinnu, aðgæslu, smithættu, tilfinningalegt álag, trúnað og samkennd, til launa til jafns við þætti eins og fjárhagslega ábyrgð, mannaforráð, líkamlegt álag og fleiri þætti sem einkenna karllæg störf. Til að svo megi vera þarf að leggja mat á inntak starfa út frá þeim kröfum sem gerðar eru í starfi, þeim aðstæðum sem það er unnið innan og þeirri ábyrgð sem það felur í sér. Mikilvægt er að slíkt mat byggi á faglegu og gagnsæju virðismatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði. Sveitarfélög hafa byggt launasetningu stórs hluta starfa sinna á starfsmatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði sem dregið hefur úr launamun kynjanna. Samfélagslegur ávinningur jafnréttis Áhrif launamisréttis á konur eru augljós. Ef miðað er við óleiðréttan launamun ársins 2023 verða konur með meðallaun af tugum milljóna króna á starfsævinni með tilheyrandi áhrifum á efnahagslega stöðu þeirra alla ævi m.a. vegna lægri greiðslna í lífeyrissjóði. Það er því réttlætismál að leiðrétta þennan mun og koma á launajafnrétti. Launamisrétti hefur þó víðtækari áhrif en á lífsafkomu þeirra kvenna sem fyrir því verða. Kynbundinn launamunur er meðal þeirra kerfislægu hindrana sem draga úr atvinnuþátttöku kvenna. Ítrekað hefur verið bent á að aukin atvinnuþátttaka kvenna og launajafnrétti hafi jákvæð áhrif á landsframleiðslu og hagvöxt þjóða. Með því að leiðrétta þann launamun sem af kynskiptum vinnumarkaði stafar og með því að styðja við þá innviði sem stuðla að atvinnuþátttöku kvenna nýtir samfélagið þá þekkingu og reynslu sem konur búa yfir og stuðlar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Jafnrétti á vinnumarkaði leiðir til hagsældar og aukinna lífsgæða og er lykill að uppbyggingu og mönnun í fræðslu-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu til framtíðar. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 stöðu kvenna. Af því tilefni tóku kvenfélög og kvennasamtök hér á landi höndum saman og skipulögðu viðburði til að koma kröfum kvenna um jafnrétti á framfæri. Tillaga um að konur legðu niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna þann 24. október var ein þeirra. Í dag eru 49 ár frá kvennafrídeginum þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf, launuð og ólaunuð, í þeim tilgangi að mótmæla margvíslegri mismunun gegn konum á vinnumarkaði og vekja athygli á framlagi kvenna til samfélagsins. Konur komu saman á útifundum víðsvegar um landið og blésu hver annarri baráttuanda í brjóst. Fjölmennasti fundurinn var á Lækjartorgi þar sem um 25 þúsund konur komu saman. Í fjölmiðlum víða um heim voru fluttar fréttir af samtakamætti og baráttuhug kvenna á Íslandi. Kvennafrídagurinn 1975 var mikilvæg birtingarmynd þeirrar kvennasamstöðu sem einkennt hefur kvenfrelsisbaráttu í gegnum tíðina. Sú kvennasamstaða sem í honum fólst styrkti baráttu kvenna á öllum sviðum samfélagsins fyrir kvenfrelsi og jafnrétti sem leiddi til umbóta á sviði jafnréttismála á næstu árum og áratugum. Kvenfrelsi fyrir 49 árum Staða kvenna árið 1975 var allt önnur en sú staða sem konur búa við í dag. Kerfislægar hindranir voru margar. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka kvenna ykist stöðugt voru dagvistunarúrræði takmörkuð og oft kostnaðarsöm. Fæðingarorlof var þrír mánuðir og aðeins fyrir útivinnandi mæður. Hlutfall kvenna var 5% á Alþingi og 3,6% í sveitarstjórnum. Konur fóru síður í háskóla og voru fáar í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum og stofnunum. Konur og börn sem bjuggu við heimilisofbeldi höfðu takmörkuð bjargráð þar sem Kvennaathvarfið kom ekki til sögunnar fyrr en 1982, Stígamót 1989 og önnur úrræði seinna. Samfélagsleg viðmið settu konum takmök þar sem hlutverk kvenna var tengt barneignum og umönnun. Þátttöku í hinu opinbera lífi fylgdi gjarnan gagnrýni á konur sem mæður og eiginkonur. Þó að jafnrétti hafi ekki verið náð hér á landi frekar en annars staðar í heiminum hefur kvenfrelsisbaráttan skilað mikilvægum áföngum. Þar má nefna framsækna jafnréttislöggjöf, aukinn fæðingarorlofsrétt óháð kyni, aukna vitund um ofbeldi gegn konum og börnum ásamt úrræðum fyrir þolendur ofbeldis, jafnara hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, fleiri konur í stjórnunarhlutverkum í fyrirtækjum og stofnunum, fjölgun háskólamenntaðra kvenna og mikilvæg skref í átt að launajafnrétti. Frá einsleitni til fjölbreytni Á síðustu 49 árum hefur samfélagið þróast frá einsleitni til fjölbreytni. Á 8. áratugnum var samkynhneigt fólk og annað hinsegin fólk að mestu inni í skápum, útlendingar voru í útlöndum og fatlað fólk var oft inni á heimilum. Fjölgun innflytjenda, aukin réttindi hinsegin fólks og meiri þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði og í samfélaginu öllu hefur leitt til aukinnar fjölbreytni og auðgað samfélagið. Felur það í sér að vinna þarf að jafnrétti með víðtækari hætti en áður. Launamunur kynjanna Þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf í íslenskri löggjöf í meira en 65 ár er launamunur kynjanna enn staðreynd hér á landi. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,3 % árið 2023, körlum í vil og jókst frá fyrra ári úr 8,6%. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum vinnumarkaði og 8,0% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4,3% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Vanmat á virði kvennastarfa Ástæður launamunar kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar þar sem hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Það dugar skammt að bregðast við vanmati kvennastarfa með því að segja konum að vera duglegri að velja sér karllægar greinar, jafnvel þvert gegn sínum vilja og áhuga. Beina þarf sjónum að verðmætamati starfa og tryggja að kvenlægir þættir starfa séu metnir til jafns við hina karlægu og hækka þannig laun hefðbundinna kvennastarfa. Í því felst að meta þarf þætti eins og ábyrgð á fólki, líkamlega færni, jafningjastjórnun, fræðslu og miðlun, samskiptafærni, teymisvinnu, aðgæslu, smithættu, tilfinningalegt álag, trúnað og samkennd, til launa til jafns við þætti eins og fjárhagslega ábyrgð, mannaforráð, líkamlegt álag og fleiri þætti sem einkenna karllæg störf. Til að svo megi vera þarf að leggja mat á inntak starfa út frá þeim kröfum sem gerðar eru í starfi, þeim aðstæðum sem það er unnið innan og þeirri ábyrgð sem það felur í sér. Mikilvægt er að slíkt mat byggi á faglegu og gagnsæju virðismatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði. Sveitarfélög hafa byggt launasetningu stórs hluta starfa sinna á starfsmatskerfi sem hefur launajafnrétti að markmiði sem dregið hefur úr launamun kynjanna. Samfélagslegur ávinningur jafnréttis Áhrif launamisréttis á konur eru augljós. Ef miðað er við óleiðréttan launamun ársins 2023 verða konur með meðallaun af tugum milljóna króna á starfsævinni með tilheyrandi áhrifum á efnahagslega stöðu þeirra alla ævi m.a. vegna lægri greiðslna í lífeyrissjóði. Það er því réttlætismál að leiðrétta þennan mun og koma á launajafnrétti. Launamisrétti hefur þó víðtækari áhrif en á lífsafkomu þeirra kvenna sem fyrir því verða. Kynbundinn launamunur er meðal þeirra kerfislægu hindrana sem draga úr atvinnuþátttöku kvenna. Ítrekað hefur verið bent á að aukin atvinnuþátttaka kvenna og launajafnrétti hafi jákvæð áhrif á landsframleiðslu og hagvöxt þjóða. Með því að leiðrétta þann launamun sem af kynskiptum vinnumarkaði stafar og með því að styðja við þá innviði sem stuðla að atvinnuþátttöku kvenna nýtir samfélagið þá þekkingu og reynslu sem konur búa yfir og stuðlar að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Jafnrétti á vinnumarkaði leiðir til hagsældar og aukinna lífsgæða og er lykill að uppbyggingu og mönnun í fræðslu-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu til framtíðar. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar