Erlent

Einn látinn eftir að lest fór af sporinu í Noregi

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrir eru særðir og minnst einn er látinn.
Nokkrir eru særðir og minnst einn er látinn. AP/Jan Kenneth Transeth

Lest sem var á leið frá Þrándheimi til Bodø í Noregi fór af sporinu í dag þegar aurskriða lenti á henni. Að minnsta kosti einn er látinn og fjórir eru sagðir slasaðir.

Lestin fór af sporinu um klukkan 14:15 að staðartíma, eða um korter yfir tólf hér á Íslandi.

55 manns voru um borð í lestinni, sem er meðal annars mynduð af fimm farþegavögnum, þegar hún fór af sporinu, samkvæmt frétt VG.

NRK hefur eftir lögreglunni að búið sé að tæma lestina og verið sé að kanna hvort öruggt sé að vera á svæðinu. Mikið hefur rignt þar á undanförnum dögum.

Búist er við því að lestarteinarnir verði lokaðir í að minnast kosti nokkra daga á meðan rannsókn fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×