Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 16:36 Patriot-loftvarnarkerfi í Póllandi. Getty/Dominika Zarzycka Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. Með því vonast Bandaríkjamenn til að styrkja varnir sínar gegn margs konar eldflaugaárásum á flota þeirra til muna. Einn heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar í Bandaríkjunum segir að notast eigi við sérstaka útgáfu loftvarnarkerfisins sem kallast PAC-3 MSE og er aðallega notað af bandaríska hernum. Flugskeytin úr PAC-3 MSE eru mun minni og drífa ekki jafn langt en þær sem sjóher Bandaríkjanna notar nú þegar til að skjóta niður skotflaugar en þykja líklegri til árangurs gegn sumum ofurhljóðfráum eldflaugum vegna þess hve fimar þau eru, ef svo má að orði komast. Það er að segja, vegna þess hve hratt flugskeytin geta beygt og eru þau því taldar líklegri til að granda hraðskreiðari eldflaugum. Óljóst er hve mörg kerfi sjóherinn þarf en eftirspurn eftir þessum loftvarnarkerfum er gífurlega mikil þessa dagana. Patriot-kerfið var upprunalega tekið í notkun á níunda áratug síðustu aldar og hefur gegnið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Það er notað af sautján ríkjum heims og er víðast hvar talið það besta í heiminum. Úkraínumenn hafa fengið nokkur slík kerfi frá bakhjörlum sínum á Vesturlöndum og hafa notað þau með góðum árangri gegn rússneskum eldflaugum, þar á meðal ofurhljóðfráum, og herflugvélum. Kerfið hefur einnig verið notað í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði forsvarsmenn hers Bandaríkjanna vilja tvöfalda framleiðsluna á Patriot-loftvarnarkerfum á næstu árum. Til skoðunar er að opna nýjar verksmiðjur í Japan og í Flórída. Falla á skotmörk sín á gífurlegum hraða Kínverjar hafa gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu á herafla sínum á undanförnum áratugum og hefur mikil áhersla verið lögð á eldflaugar sem grandað geta bandarískum herskipum á Kyrrahafi. Meðal annars hafa þeir þróað stýri- og skotflaugar. Þær eldflaugar sem taldar eru skæðastar eru skotflaugar og kallast DF-27 en þær eru hannaðar til að svífa til jarðar á gífurlegum hraða og lenda á skotmörkum sínum af mikilli nákvæmni. Þær eru nýjar en Kínverjar eru sagðir hafa framkvæmd vel heppnað tilraunaskot með DF-27 í fyrra. Skotflaugarnar eru taldar drífa allt að fimm þúsund kílómetra og eru sagðar geta beygt hratt til að forðast loftvarnarkerfi og flugskeyti. Vilja geta einangrað Taívan Eins og áður segir hefur hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjum yrði gífurlega mikilvægt að einangra Taívan eins og þeir mögulega gætu og þá sérstaklega með því markmið að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu komið þeim til aðstoðar. Bandaríkin Kína Hernaður Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Með því vonast Bandaríkjamenn til að styrkja varnir sínar gegn margs konar eldflaugaárásum á flota þeirra til muna. Einn heimildarmaður Reuters fréttaveitunnar í Bandaríkjunum segir að notast eigi við sérstaka útgáfu loftvarnarkerfisins sem kallast PAC-3 MSE og er aðallega notað af bandaríska hernum. Flugskeytin úr PAC-3 MSE eru mun minni og drífa ekki jafn langt en þær sem sjóher Bandaríkjanna notar nú þegar til að skjóta niður skotflaugar en þykja líklegri til árangurs gegn sumum ofurhljóðfráum eldflaugum vegna þess hve fimar þau eru, ef svo má að orði komast. Það er að segja, vegna þess hve hratt flugskeytin geta beygt og eru þau því taldar líklegri til að granda hraðskreiðari eldflaugum. Óljóst er hve mörg kerfi sjóherinn þarf en eftirspurn eftir þessum loftvarnarkerfum er gífurlega mikil þessa dagana. Patriot-kerfið var upprunalega tekið í notkun á níunda áratug síðustu aldar og hefur gegnið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Það er notað af sautján ríkjum heims og er víðast hvar talið það besta í heiminum. Úkraínumenn hafa fengið nokkur slík kerfi frá bakhjörlum sínum á Vesturlöndum og hafa notað þau með góðum árangri gegn rússneskum eldflaugum, þar á meðal ofurhljóðfráum, og herflugvélum. Kerfið hefur einnig verið notað í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði forsvarsmenn hers Bandaríkjanna vilja tvöfalda framleiðsluna á Patriot-loftvarnarkerfum á næstu árum. Til skoðunar er að opna nýjar verksmiðjur í Japan og í Flórída. Falla á skotmörk sín á gífurlegum hraða Kínverjar hafa gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu á herafla sínum á undanförnum áratugum og hefur mikil áhersla verið lögð á eldflaugar sem grandað geta bandarískum herskipum á Kyrrahafi. Meðal annars hafa þeir þróað stýri- og skotflaugar. Þær eldflaugar sem taldar eru skæðastar eru skotflaugar og kallast DF-27 en þær eru hannaðar til að svífa til jarðar á gífurlegum hraða og lenda á skotmörkum sínum af mikilli nákvæmni. Þær eru nýjar en Kínverjar eru sagðir hafa framkvæmd vel heppnað tilraunaskot með DF-27 í fyrra. Skotflaugarnar eru taldar drífa allt að fimm þúsund kílómetra og eru sagðar geta beygt hratt til að forðast loftvarnarkerfi og flugskeyti. Vilja geta einangrað Taívan Eins og áður segir hefur hernaðaruppbygging í Kína hefur að miklu leyti snúist að því að byggja vopn og þróa aðferðir til að eldflaugaárásir á herstöðvar Bandaríkjanna í vesturhluta Kyrrahafsins og granda flugmóðurskipum. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Kínverjum yrði gífurlega mikilvægt að einangra Taívan eins og þeir mögulega gætu og þá sérstaklega með því markmið að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu komið þeim til aðstoðar.
Bandaríkin Kína Hernaður Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira