Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 07:29 Frá Tehran, höfuðborg Íran í nótt. AP/Vahid Salemi Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk. Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“ Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent