Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi Arnar Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 10:32 Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Náist þau fáum við tækifæri til að fara og hrista upp í íslenskum stjórnmálum. Á því er engin vanþörf. Takist það ekki munum við þurfa að horfa upp á endurtekið efni: Kunnugleg andlit atvinnustjórnmálamanna (í bland við fræg andlit) án pólitísks erindis, sem brosa fallega og segjast bera umhyggju fyrir öllu sem hreyfist (nema helst sjálfstæðum atvinnurekendum og vinnandi fólki sem heldur uppi ríkisbákninu) en einbeita sér svo í sameiningu að því eftir kosningar að drekkja okkur í fleiri lagareglum, hærri vöxtum og hærri sköttum. Eftir aldalanga erlenda stjórn eru Íslendingar kannski vanari því en aðrar þjóðir að kyssa vöndinn. Aðrir myndu mögulega reyna að skýra hegðun kjósenda með vísan til einhvers konar Stokkhólms-heilkennis. Hvað sem því líður er löngu tímabært að Íslendingar fari að sjá í gegnum þessa gervi-umhyggju og fölsk loforð flokkanna (um að „gera betur“ og „breyta stjórnmálunum“), enda gera þessar valdastofnanir ekki annað en að sölsa undir sig meiri völd og meira fé úr vösum almennings. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að kjósa „vók“ stjórnmálamenn mun það framkalla áframhaldandi niðurbrot á innviðum Íslands, þar sem ríkisvaldið heldur áfram að tútna út á kostnað almenns, borgaralegs frelsis. Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til að berjast gegn þessu á grunni klassískrar frjálshyggju: Vernda ber frelsi einstaklingsins með rökhugsun sem byggir á staðreyndum og mannlegum gildum sem sannað hafa ágæti sitt í tímans rás. Ég hvet alla til að mæla með XL svo að unnt verði að tefla fram alvöru valkosti, til að unnt verði að beina kastljósi að samgróningum íslenskra stjórnmálaflokka, til að unnt verði að krefjast þess – innan frá á Alþingi – að stjórnmálamenn starfi í þágu lands og þjóðar en ekki í þágu erlendra hagsmuna. Ef ekkert breytist, ef sömu flokkar (og sama fólk) verður kosið inn á Alþingi mun þingið halda áfram að innleiða hér erlendar reglur, án umræðu, án ágreinings. Með því móti breytist Alþingi úr löggjafarþingi í afgreiðslustofnun, þar sem hlýðnir þingmenn ýta á takka eins og þeim er sagt og kjósendur horfa hjálparvana á völdin – og svo auðinn – flytjast úr landi. Það er orðið tímabært að þessari öfugþróun sé andmælt á skýrum, frjálslyndum, borgaralegum og lýðræðislegum forsendum. Til þess var Lýðræðisflokkurinn stofnaður fyrir tæplega einum mánuði síðan. Við höfum enn tíma til stefnu. Hjálpaðu okkur að skapa sögulegan viðburð með því að mæla með flokknum og hleypa ferskum, óspilltum vindum inn. Það þarf að lofta út á Alþingi. Höfundur er einn af stofnendum Lýðræðisflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun