Íslenski boltinn

Pétur hættur með Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Pétursson fagnar eftir að lokaflautið gall í bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks. Valskonur unnu leikinn, 2-1.
Pétur Pétursson fagnar eftir að lokaflautið gall í bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks. Valskonur unnu leikinn, 2-1. vísir/anton

Eftir sjö ár við stjórnvölinn er Pétur Pétursson hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta.

Pétur tók við Val 2017. Undir hans stjórn vann liðið fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Pétur stýrði Val í síðasta sinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í úrslitaleik Bestu deildarinnar í haust. Jafnteflið dugði Blikum til að verða meistarar.

Valur vann hins vegar Breiðablik, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×