Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 28. október 2024 09:16 Um fimmta hver manneskja, sem býr á Íslandi rekur uppruna sinn út fyrir landsteinanaum áttatíu þúsundum manns. Öðruvísi mér áður brá, kynni einhver að segja og rétt er það að fjölgun innflytjenda hefur verið mjög hröð. Á innan við þrjátíu árum hefur íslenska lýðveldið breyst úr einu einsleitasta þjóðríki sem um getur yfir í samfélag menningarlegrar margsleitni. Er þetta eitthvað til að óttast? Já, það er ákveðnir þættir sem vekja upp áleitnar spurningar en ekki endilega þeir, sem pólitískir leiðtogar og leikmenn nota sem beitu við atkvæðaveiðar til að kynda undir útlendingótta/andúð, líkt og borið hefur á undanfarið. Hvaða þættir eru þetta? Áður en því er svarað er rétt að fara yfir staðreyndir. Hvaða fólk er þetta og af hverju er það að sækja hingað? Að frádregnu flóttafólki, sem fengið hefur vernd – ríflega ellefu þúsund frá 2008 – kemur yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda til landsins í atvinnuleit og þar af yfir 70% frá löndum innan hins sameiginlega vinnumarkaðar Evrópusambandsins, sem Ísland er aðili að. Fjölgun innflytjenda er því beintengd við efnahagsþenslur og hin margumtöluðu ‚hjól atvinnulífsins‘ sem hafa nánast alfarið stýrt henni til að mæta miklum ‚vinnuaflsskorti‘. Opinberar tölur sýna að atvinnuþáttaka innflytjenda er um 87%, - hún er 82% meðal innfæddra. Þorri innflytjenda er á vinnualdri – frá 20-5o ára og greiðir því skatta og skyldur. Enn sem komið eru gamalt fólk og börn hlutfallslega fá, sem þýðir m.a. minna álag á heilbrigðisþjónustu. Ef innflytjendur færu í verkfall myndi íslenskt samfélag fara á hliðina. Þúsundir vinna í byggingavinnu og gatnagerð. Í ferðaþjónustu og skyldum greinum vinna þúsundir - atvinnugreininni sem færir þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur - 448 milljarðar árið 2022. Ferðaþjónustan væri ekki svipur hjá sjón ef innflytjenda nyti ekki við. Þrif á opinberum stofnunum og fyrirtækjum, umönnun á spítölum, leikskólum, hjúkrunarheimilum væri ógerleg án innflytjendanna sem þar vinna og svo mætti lengi telja. Innflytjendur vinnuafl eða manneskjur sem vinna? Sú staðreynd að fjölgun innflytjenda hefur fyrst og fremst miðað að því að mæta miklum ‚vinnuaflsskorti‘ er í sjálfu sér ámælisvert vegna þess að stjórnvöld gerðu í fæstum tilvikum viðhlýtandi ráðstafanir fyrir fólkið sem ráðið var í störfin, enda hraðinn svo mikill að mönnum sást ekki fyrir. Sú staðreynd að innflytjendur eru fyrst og fremst manneskjur varð undir í ofuráherslunni á ‚vinnuafl‘. Stefna yfirvalda í einkenndist af því að mæta ‚vinnuaflsþörf‘ vinnumarkaðarins. Minna fór fyrir að fólkið þyrfti húsnæði, hvað þá mannsæmandi. Minna fór fyrir skilningi á nauðsyn þess að veita þyrfti fjármagni í ýmis konar þjónustu, sem tillit tæki til sérþarfa þeirra og barnanna. Fjármagni, sem auðveldlega væri hægt að taka af þeim skattpeningum sem innflytjendur greiða. Vanvirðing við innflytjendur hefur því miður líka birst í því að meirihluti þeirra, sem verða fyrir launaþjófnaði og jafnvel mansali á vinnumarkaði koma úr þeirra röðum. Þetta eru lögbrot, sem yfirvöld hafa mestan part hunsað og leitt hjá sér. Af hverju skyldi það vera? Hvar er mannvirðingin? Stórslys í undirbúningi? Ein afleiðing vanrækslu gagnvart innflytjendum bitnar á börnum þeirra, sem ekki hafa fengið næga íslenskukennslu og talþjálfun í grunnskóla og eru því ekki nægjanlega undirbúin undir framhaldsskóla og því líkleg til að detta úr skóla. Tölur sýna að brottfall þeirra er umtalsvert hærra en innfæddra. Haldi sú þróun áfram stefnir í óefni og getur í versta falli flokkast, sem stórslys í undirbúningi vegna þess að þau sitja föst í láglaunastörfum og/eða lenda neðst í hinum félags- og efnahagslega valdastiga samfélagsins af engu öðru en því að þau eru innflytjendur. Erum við landsmenn tilbúnir að takast á við afleiðingar þess að hafa jaðarsett heilan hóp ungs fólks vegna uppruna þess? Eða erum við tilbúnir til að fjárfesta í fólkinu, veita því þann stuðning sem fleytir því áfram þannig að hæfileikar þess fái sem best notið sín? Er ríkisvaldið tilbúið að veita fjármagni inn í grunnskólana svo koma megi í veg fyrir félagslegt stórslys? Eða á virða þennan mannauð að vettugi? Skortur á færni innflytjendabarna í íslensku tengist líka annarri staðreynd, sem kom fram í fyrrgreindri skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Þrátt fyrir áhuga á að læra íslensku, kemur fram að „hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum.“ Þetta er athyglisvert því ótal rannsóknir sýna að kunnátta og færni í tungumáli gestalandsins - íslensku - er lykilatriði í samþættingu/því að fá aðgang inn í málsamfélagið, líkt og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sannarlega umhugsunarvert og þarf að breyta ekki seinna en í gær. Enska opinbert tungumál á Íslandi? Innfæddir kvarta yfir því að fólk, sem ekki talar íslensku, sé í framlínu í þjónustu – t.d. matvöruverslunum og að enska sér þar samskiptamál. Það eru í sjálfu sér ekki óeðlileg viðbrögð, enda aldrei farið fram alvöru umræða um að gera ensku að opinberu tungumáli í landinu. Er við starfsfólkið sjálft að sakast eða þá sem ráða þá í vinnu? Eru gerðar einhverjar kröfur um íslenskukunnáttu? Ef ekki, er þessu starfsfólki boðið upp á gjaldfrjálsa íslenskukennslu á vinnutíma? Eru einhverjir hvatar, sem örva fólk til að læra málið? Það væru mikil gustuk ef atvinnurekendur gerðu það og sýndu bæði kúnnum sínum og starfsfólki þá virðingu að þjónusta það á hinu löglega opinbera tungumáli, sem ríkir í landinu. Það væru líka mikil gustuk að ríkið legði sitt af mörkum til að auðvelda aðgang að íslenskunámi. Og ekki síður þarf allt íslenskumælandi fólk að leggja sig fram við að hlusta á íslensku með hreim og gefa innflytjendum tækifæri til að tala íslensku. Hættan er sú að án kunnáttu og færni í íslensku, standi innflytjendur utangátta. Er það vilji okkar landsmanna? Yfirvöld, atvinnurekendur og almenningur þurfa öll að gera sitt í að opna dyr svo þekking og hæfileikar fólksins fái notið sín þeim og samfélaginu til góða. Það er beinlínis heimskulegt að loka á fólk vegna þess að það hefur skrítið nafn eða aðhyllist önnur trúarbrögð en fjöldinn. Fjölbreytileikinn elur af sér út fyrir boxið hugsun og er ávísun á grósku. Inngilding – nýtt hugtak sem notað er í tengslum við margmenningu – felur í sér að meta fólk eftir mannkostum, en ekki útiloka það vegna uppruna, kyns, kynáttunar, trúarafstöðu eða annarra þátta. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra sem í landinu búa að hlú að framgangi innflytjenda í íslensku samfélagi. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að virkja innflytjendur til félagslegrar þátttöku með öllum tiltækum ráðum. Það er eina leiðin að farsælum samskiptum í margmenningarlegu samfélagi. Höfundur er mannfræðingur og sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um fimmta hver manneskja, sem býr á Íslandi rekur uppruna sinn út fyrir landsteinanaum áttatíu þúsundum manns. Öðruvísi mér áður brá, kynni einhver að segja og rétt er það að fjölgun innflytjenda hefur verið mjög hröð. Á innan við þrjátíu árum hefur íslenska lýðveldið breyst úr einu einsleitasta þjóðríki sem um getur yfir í samfélag menningarlegrar margsleitni. Er þetta eitthvað til að óttast? Já, það er ákveðnir þættir sem vekja upp áleitnar spurningar en ekki endilega þeir, sem pólitískir leiðtogar og leikmenn nota sem beitu við atkvæðaveiðar til að kynda undir útlendingótta/andúð, líkt og borið hefur á undanfarið. Hvaða þættir eru þetta? Áður en því er svarað er rétt að fara yfir staðreyndir. Hvaða fólk er þetta og af hverju er það að sækja hingað? Að frádregnu flóttafólki, sem fengið hefur vernd – ríflega ellefu þúsund frá 2008 – kemur yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda til landsins í atvinnuleit og þar af yfir 70% frá löndum innan hins sameiginlega vinnumarkaðar Evrópusambandsins, sem Ísland er aðili að. Fjölgun innflytjenda er því beintengd við efnahagsþenslur og hin margumtöluðu ‚hjól atvinnulífsins‘ sem hafa nánast alfarið stýrt henni til að mæta miklum ‚vinnuaflsskorti‘. Opinberar tölur sýna að atvinnuþáttaka innflytjenda er um 87%, - hún er 82% meðal innfæddra. Þorri innflytjenda er á vinnualdri – frá 20-5o ára og greiðir því skatta og skyldur. Enn sem komið eru gamalt fólk og börn hlutfallslega fá, sem þýðir m.a. minna álag á heilbrigðisþjónustu. Ef innflytjendur færu í verkfall myndi íslenskt samfélag fara á hliðina. Þúsundir vinna í byggingavinnu og gatnagerð. Í ferðaþjónustu og skyldum greinum vinna þúsundir - atvinnugreininni sem færir þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur - 448 milljarðar árið 2022. Ferðaþjónustan væri ekki svipur hjá sjón ef innflytjenda nyti ekki við. Þrif á opinberum stofnunum og fyrirtækjum, umönnun á spítölum, leikskólum, hjúkrunarheimilum væri ógerleg án innflytjendanna sem þar vinna og svo mætti lengi telja. Innflytjendur vinnuafl eða manneskjur sem vinna? Sú staðreynd að fjölgun innflytjenda hefur fyrst og fremst miðað að því að mæta miklum ‚vinnuaflsskorti‘ er í sjálfu sér ámælisvert vegna þess að stjórnvöld gerðu í fæstum tilvikum viðhlýtandi ráðstafanir fyrir fólkið sem ráðið var í störfin, enda hraðinn svo mikill að mönnum sást ekki fyrir. Sú staðreynd að innflytjendur eru fyrst og fremst manneskjur varð undir í ofuráherslunni á ‚vinnuafl‘. Stefna yfirvalda í einkenndist af því að mæta ‚vinnuaflsþörf‘ vinnumarkaðarins. Minna fór fyrir að fólkið þyrfti húsnæði, hvað þá mannsæmandi. Minna fór fyrir skilningi á nauðsyn þess að veita þyrfti fjármagni í ýmis konar þjónustu, sem tillit tæki til sérþarfa þeirra og barnanna. Fjármagni, sem auðveldlega væri hægt að taka af þeim skattpeningum sem innflytjendur greiða. Vanvirðing við innflytjendur hefur því miður líka birst í því að meirihluti þeirra, sem verða fyrir launaþjófnaði og jafnvel mansali á vinnumarkaði koma úr þeirra röðum. Þetta eru lögbrot, sem yfirvöld hafa mestan part hunsað og leitt hjá sér. Af hverju skyldi það vera? Hvar er mannvirðingin? Stórslys í undirbúningi? Ein afleiðing vanrækslu gagnvart innflytjendum bitnar á börnum þeirra, sem ekki hafa fengið næga íslenskukennslu og talþjálfun í grunnskóla og eru því ekki nægjanlega undirbúin undir framhaldsskóla og því líkleg til að detta úr skóla. Tölur sýna að brottfall þeirra er umtalsvert hærra en innfæddra. Haldi sú þróun áfram stefnir í óefni og getur í versta falli flokkast, sem stórslys í undirbúningi vegna þess að þau sitja föst í láglaunastörfum og/eða lenda neðst í hinum félags- og efnahagslega valdastiga samfélagsins af engu öðru en því að þau eru innflytjendur. Erum við landsmenn tilbúnir að takast á við afleiðingar þess að hafa jaðarsett heilan hóp ungs fólks vegna uppruna þess? Eða erum við tilbúnir til að fjárfesta í fólkinu, veita því þann stuðning sem fleytir því áfram þannig að hæfileikar þess fái sem best notið sín? Er ríkisvaldið tilbúið að veita fjármagni inn í grunnskólana svo koma megi í veg fyrir félagslegt stórslys? Eða á virða þennan mannauð að vettugi? Skortur á færni innflytjendabarna í íslensku tengist líka annarri staðreynd, sem kom fram í fyrrgreindri skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Þrátt fyrir áhuga á að læra íslensku, kemur fram að „hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum eða 18% samanborið við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum.“ Þetta er athyglisvert því ótal rannsóknir sýna að kunnátta og færni í tungumáli gestalandsins - íslensku - er lykilatriði í samþættingu/því að fá aðgang inn í málsamfélagið, líkt og kemur fram í skýrslunni. Þetta er sannarlega umhugsunarvert og þarf að breyta ekki seinna en í gær. Enska opinbert tungumál á Íslandi? Innfæddir kvarta yfir því að fólk, sem ekki talar íslensku, sé í framlínu í þjónustu – t.d. matvöruverslunum og að enska sér þar samskiptamál. Það eru í sjálfu sér ekki óeðlileg viðbrögð, enda aldrei farið fram alvöru umræða um að gera ensku að opinberu tungumáli í landinu. Er við starfsfólkið sjálft að sakast eða þá sem ráða þá í vinnu? Eru gerðar einhverjar kröfur um íslenskukunnáttu? Ef ekki, er þessu starfsfólki boðið upp á gjaldfrjálsa íslenskukennslu á vinnutíma? Eru einhverjir hvatar, sem örva fólk til að læra málið? Það væru mikil gustuk ef atvinnurekendur gerðu það og sýndu bæði kúnnum sínum og starfsfólki þá virðingu að þjónusta það á hinu löglega opinbera tungumáli, sem ríkir í landinu. Það væru líka mikil gustuk að ríkið legði sitt af mörkum til að auðvelda aðgang að íslenskunámi. Og ekki síður þarf allt íslenskumælandi fólk að leggja sig fram við að hlusta á íslensku með hreim og gefa innflytjendum tækifæri til að tala íslensku. Hættan er sú að án kunnáttu og færni í íslensku, standi innflytjendur utangátta. Er það vilji okkar landsmanna? Yfirvöld, atvinnurekendur og almenningur þurfa öll að gera sitt í að opna dyr svo þekking og hæfileikar fólksins fái notið sín þeim og samfélaginu til góða. Það er beinlínis heimskulegt að loka á fólk vegna þess að það hefur skrítið nafn eða aðhyllist önnur trúarbrögð en fjöldinn. Fjölbreytileikinn elur af sér út fyrir boxið hugsun og er ávísun á grósku. Inngilding – nýtt hugtak sem notað er í tengslum við margmenningu – felur í sér að meta fólk eftir mannkostum, en ekki útiloka það vegna uppruna, kyns, kynáttunar, trúarafstöðu eða annarra þátta. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra sem í landinu búa að hlú að framgangi innflytjenda í íslensku samfélagi. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að virkja innflytjendur til félagslegrar þátttöku með öllum tiltækum ráðum. Það er eina leiðin að farsælum samskiptum í margmenningarlegu samfélagi. Höfundur er mannfræðingur og sósíalisti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar