Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 28. október 2024 14:02 Pétur Pétursson á hliðarlínunni sem þjálfari Vals Vísir/Ernir Eyjólfsson Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira