Ofboðslega frægur Sara Oskarsson skrifar 28. október 2024 13:01 Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Oskarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun