„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. október 2024 14:21 Annar sakborninganna sem var spurður út í þátt sinn í málinu var merktur gosmerkjaframleiðanda við komuna í dómsal í morgun. Vísir/vilhelm Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á spjalli fólks á samskiptaforritinu Signal. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Málið varðar þó enn meira magn fíkniefna. Sakborningar málsins voru upphaflega átján en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Allir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu hingað til segjast ekki kannast við skipulagðan glæpahóp. Einn sakborningurinn, karlmaður á fertugsaldri, hefur þó viðurkennt að hafa selt fíkniefni, en segir það hafa verið í minna magni og telur að umfang þess geti ekki fallið undir skipulagða glæpastarfsemi. Kominn í skuldasúpu og byrjaður að selja fíkniefni „Ég var í neyslu á þessum tíma, mikilli neyslu,“ sagði hann fyrir dómi í dag. Hann var spurður út í samskipti við einstakling sem notaði dulnefnið Pinocchio. Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur hópsins, hafði viðurkennt fyrr um morgunin að hafa notað það nafn á samskiptaforritinu Signal. Karl Ingi Vilberggsson, saksóknari, spurði umræddan sakborning út í samskiptin við Pinocchio, sem hann taldi ljóst að væri Jón Ingi. Sakborningurinn sagðist ekki geta eða ætla að tjá sig um notendanöfn annarra. Hann sagðist þó stundum hafa spjallað við Jón Inga. Verjendur í málinu fara yfir málin í dómsal í morgun.Vísir/vilhelm Í samskiptum sakborningsins og Pinocchio bað sá síðarnefndi þann fyrrnefnda að rukka „útlendinginn“ og „Breiðholt“. Sakborningurinn sagðist ekki muna eftir þessum samskiptum, en sagði þau geta varðað hvað sem er. Líkt og áður segir sagðist hann þó sjálfur hafa verið að selja fíkniefni. „Ég var kominn í skuldasúpu og var að selja fíkniefni.“ „Eiga ekki allir seðla?“ Karl Ingi sagði að af samskiptunum megi ráða að einhver hafi verið að stjórna honum. „Já, þú getur lesið ýmislegt út úr þessu,“ svaraði sakborningurinn. Karl Ingi ítrekaði að svo virtist sem Pinocchio væri að stýra honum, og spurði hvort það hefði varðað sölu fíkniefna. „Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ spurði sakborningurinn. Sakborningurinn var einnig spurður út í peningatalningavél sem hann virðist hafa haft í sínum vörslum. Hann var spurður hversu mikið af seðlum kæmist í þannig vél, en hann sagðist ekki vita það. Þrátt fyrir að segjast ekki vita svarið við spurningunni myndi hann samt vilja nota peningatalningavél. „Eiga ekki allir seðla?“ sagði hann og spurði í kjölfarið: „Er það ólöglegt að eiga peningatalningavél?“ Da Vinci hljóti að vera listamaður Annar sakborningur, sem er líka karlmaður á fertugsaldri og sagðist hafa notast við nafnið Mörðurinn á Signal, var spurður út í samskipti á forritinu við einstakling sem notaði dulnefnið Da Vinci. Líkt og hinir sakborningarnir sem hafa gefið skýrslu í dag neitar hann sök og kannast lítið við það sem honum er gefið að sök. „Hver er Da Vinci?“ spurði Karl Ingi. „Listamaður?“ svaraði sakborningurinn. Hann var spurður frekar út í þetta dulnefni, og bent á að það hefði verið notað á Signal. „Da Vinci, er það heiti þá á hverju?“ spurði sakborningurinn. Gringo ekki í salnum Enn annar sakborningur, kona á fertugsaldri, var spurð út í samskipti við mann sem gekk undir nafninu Gringo á Signal. Hún sagði Gringo vera einstakling sem væri ekki inni í dómsalnum, og tengdist málinu ekki. Hún var spurð hver væri Gringo og kaus að svara því ekki. Þess má geta að í morgun sagðist Jón Ingi hafa gengið undir nafninu Gringo á Signal, en hann hélt því þó fram að nafnið væri mjög algengt á samskiptaforritum líkt og Signal. Konan gagnrýndi ákæruna á hendur henni, og sagðist ekki átta sig á því hvaða hlutverki hún hafi átt að vera að sinna í meintum glæpahópi. Hún var spurð út í ýmis samskipti, meðal annars á Signal. Hún sagði þau ekki tengjast fíkniefnum með neinum hætti. Spurð út í einstaka skilaboð sagðist hún yfirleitt ekki kannast við þau og efaðist stundum að þau kæmu í raun úr hennar síma.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira