Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar 29. október 2024 10:32 Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hafa orðið miklar samfélagsbreytingar á Íslandi sem haldast í hendur við þá þróun sem við sjáum í heiminum. Síðustu tíu ár hefur hlutfall innflytjenda á Íslandi hækkað úr 8% í 18% og í leik- og grunnskólum landsins eru börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn orðin um það bil þriðjungur að meðaltali. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og því löngu tímabært að bregðast við víðtæku ákalli um að málefnum þeirra verði betur sinnt. Niðurstöður rannsókna og raddir þeirra sem vel þekkja til sýna hins vegar að nú þegar er verið að gera góða hluti víða og því brýnt að teikna upp heildarmynd, samhæfa úrræði og mannauð og byggja á því sem vel er gert. MEMM verkefnið – menntun, móttaka, menning MEMM er þróunarverkefni sem ætlað er að bregðast við þessu ákalli. Samkomulag um verkefnið var undirritað í vor en það er leitt af mennta- og barnamálaráðuneytinu, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Reykjavíkurborg og þróað í víðtæku samstarfi við sveitarfélög og stofnanir á landsvísu. Markmið þess er að stuðla að inngildingu og virkri þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku samfélagi, koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun á landsvísu í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og frístundastarfi, ásamt því að þróa og tryggja menntasamfélaginu öfluga ráðgjöf, námsgögn og verkfæri. MEMM stendur fyrir hugtökin menntun, móttaka og menning og ná áherslur verkefnisins til þessara þátta. Standa þarf betur að móttöku barna sem hefja skólagöngu í íslenskum skólum og móta verklag sem tekur mið af ólíkum þörfum barnanna og íslenskum veruleika. Skapa þarf raunveruleg tækifæri til menntunar og gera betur þegar kemur að kennslu íslensku sem annars máls en líka huga að tækifærum barna til að ná árangri námslega og félagslega. Hugtakið menning í þessu samhengi felur í sér mikilvægi þess að bregðast á menningarnæman hátt við þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu, líta á fjölbreytt tungumál og menningu sem auðlind sem hlúa ber að, ásamt því að endurmeta eigin viðhorf og orðræðu í málaflokknum. Á liðnum vikum hefur verið unnið við að koma verkefninu af stað. Miðja máls og læsis, þekkingarteymi sem hefur þróað þjónustu og stuðning í málaflokknum innan Reykjavíkurborgar, hefur gengið til liðs við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Með MEMM verður byggt á þeirri þekkingu í uppbyggingu þjónustu við skóla og sveitarfélög um leið og litið verður til þess hvernig læra megi af fleiri árangursríkum innlendum og erlendum aðferðum. Þrjár íslenskubrautir hafa verið settar af stað í þremur framhaldsskólum og samhliða komið á laggirnar fagteymi fyrir framhaldsskóla sem ætlað er að styðja við brautirnar og teikna upp verklag um móttöku og menntun barna og ungmenna á framhaldsskólaaldri. Í vinnslu er vefsvæði MEMM þar sem skólar og sveitarfélög geta nálgast námsefni, bjargir og verkfæri en mikið hefur verið kallað eftir slíkum stuðningi. Þá er unnið að því að þróa ráðgjöf og stuðning við vettvang, ásamt því að skoða tækifæri til umbóta í kennaramenntun og starfsþróun kennara. Fjölbreyttar þarfir – fjölbreyttar leiðir Í umræðu um málaflokkinn er mikilvægt að forðast það að líta á málefni innflytjenda og barna þeirra líkt og um einsleitan hóp sé að ræða og að til séu einfaldar töfralausnir sem auðvelt sé að beita. Raunin er sú að í þeim hópi barna, eins og í öðrum barnahópum, eru börn með mjög ólíkar þarfir, getu og styrkleika. Í hópnum eru börn sem búa við sterkt bakland og eru sterk námslega og félagslega, börn sem fæðast á Íslandi og búa við önnur tungumál en íslensku á heimili og oft á tíðum samfélagslegan ójöfnuð og börn eða jafnvel ungmenni sem hingað koma síðar á skólagöngunni oft með rofna skólagöngu og reynslu sem ekkert barn ætti að hafa. Viðfangsefnið krefst þess að við lítum á það af yfirvegun og sem langtímaverkefni. Það krefst þess að við vinnum saman, tileinkum okkur framtíðarsýn og kjark til að þróa og prófa fjölbreyttar leiðir og sameinumst í því verkefni að tryggja farsæld allra barna. Þá má ekki gleyma að líta í eigin barm og sjá það sem tækifæri, til að þjálfa mikilvæga framtíðarhæfni fyrir okkur sjálf, að eiga í samskiptum þvert á tungumál og menningu. Það er hæfni sem við þurfum öll á að halda og getum þjálfað með litlum tilkostnaði með því að opna faðminn og sýna að við höfum raunverulegan áhuga á að læra hvert af öðru og byggja samfélagið upp í sameiningu. Höfundur er samhæfingastjóri MEMM hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar