Körfubolti

Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stórstjarnan Caitlin Clark fær nýjan þjálfara því Christie Sides var í gær rekin sem þjálfari Indiana Fever.
Stórstjarnan Caitlin Clark fær nýjan þjálfara því Christie Sides var í gær rekin sem þjálfari Indiana Fever. Getty/Gregory Shamus

Kvennadeild NBA hefur verið í mikilli sókn í ár og slegið öll met yfir áhorf og aðsókn á leiki. Það er líka ljóst að eigendur félaganna í deildinni sýna enga miskunn þegar kemur að þjálfarastöðunni.

Nú síðast voru þjálfarar Indiana Fever og Connecticut Sun reknar en bæði liðin komust í úrslitakeppnina.

Undir stjórn Christie Sides þá vann Indiana Fever vann Fever tuttugu leiki, sjö fleiri en árið á undan, og komst í úrslitakeppnina. Með Fever liðinu spilar hin magnaða Caitlin Clark sem var valin nýliði ársins og komst í úrvalslið deildarinnar.

Connecticut Sun sló Fever út í úrslitakeppninni en komst ekki lengra. Í gær var Stephanie White rekin en hún hafði þjálfað liðið í tvö tímabil.

Nú þegar Sides og White hafa þurft að taka pokana sína þá er staðan sú að meira helmingur félaganna í deildinni er búið að reka þjálfara sinn eftir tímabilið eða sjö lið af tólf.

Chicago Sky (Teresa Weatherspoon), Connecticut Sun (Stephanie White), Washington Mystics (Eric Thibault), Los Angeles Sparks (Curt Miller), Indiana Fever (Christie Sides), Dallas Wings (Latricia Trammell) og Atlanta Dream (Tanisha Wright) hafa öll rekið þjálfara sinn. Fimm af þessum sjö þjálfurum voru konur en tveir karlmenn.

Af þessum þjálfurum sem voru reknir þá voru Connecticut Sun, Indiana Fever og Atlanta Dream einu liðin sem komust í úrslitakeppnina.

Það eru bara tólf félög í deildinni og eru aðeins fimm þjálfarar enn í starfi.

Þau þjálfa New York Liberty (Sandy Brondello), Las Vegas Aces (Becky Hammon), Minnesota Lynx (Cheryl Reeve), Phoenix Mercury (Nate Tibbetts) og Seattle Storm (Noelle Quinn).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×