Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 15:01 Það hefur verið þétt setið í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins, en sakborningarnir eru á annan tug, og hver þeirra þarf lögmann. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira