Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 15:01 Það hefur verið þétt setið í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins, en sakborningarnir eru á annan tug, og hver þeirra þarf lögmann. Vísir/Vilhelm Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi. Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa í fórum sínum tæplega 16,2 milljónir króna í reiðufé. Í ákæru segir að peningurinn hafi verið afrakstur skipulagðrar brotastarfsemi eða ávinningur af refsiverðum brotum. Aðspurður út í sakarefnið sagði maðurinn fyrir dómi: „Ég kannast ekki við upphæðina. Ég veit ekki hvað var þarna í pokanum.“ Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Hafði áður geymt hjól fyrir hann Maðurinn, sem líkt og áður segir er grunaður um peningaþvætti, man eftir því að hafa verið að geyma hlut fyrir einn af æskuvinum sínum, sem er líka sakborningur í málinu. Í ákærunni á hendur manninum segir að hann hafi afhent þessum æskuvini fjármunina þann 23. mars á þessu ári. Maðurinn sagðist hafa tekið við pokanum einhverjum dögum áður, en það hafi verið æskuvinurinn sem kom með hann. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa geymt dót fyrir hann, og nefndi hjól sem dæmi. Hann útskýrði að hann hefði búið á stað sem væri frekar öruggur. Æskuvinurinn hefði hins vegar ekki gert það. Heimili hans hefði verið með ónýtri hurð og þess vegna hefði hann stundum fengið að geyma hluti hjá honum. „Skoðaðir þú ekkert hvað var í pokanum?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. „Nei, af hverju ætti ég að gera það?“ svaraði vinurinn. Hann sagði jafnframt að hann hafi verið alveg ómeðvitaður um skipulagða brotastarfsemi.
Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira