Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 16:24 Hluti af S-300 loftvarnarkerfi á sýningu í Rússlandi. Íranar áttu fjögur slík en þeim mun öllum hafa verið grandað af Ísraelum. Getty Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Árásirnar eru taldar hafa valdið skemmdum á herstöð byltingarvarðar Íran, þar sem skotflaugar og geimflaugar eru framleiddar. Ísraelar eru sagðir hafa notað um hundrað orrustuþotur og dróna til árásanna. Heimildarmenn Wall Street Journal í Ísrael og í Bandaríkjunum segja árásirnar hafa grandað þremur S-300 loftvarnarkerfum frá Rússlandi en Íranar höfðu fengið fjögur slík. Því fjórða var grandað fyrr á árinu. Þar að auki gerðu Ísraelsmenn árásir á eldflaugaverksmiðjur í Íran og þá sérstaklega á verksmiðjur sem notaðar eru til að framleiða íhluti í skotflaugar (e. Ballistic missile). AP fréttaveitan segir gervihnattamyndir benda til skemmda á nokkrum slíkum verksmiðjum í Íran. Haft er þó eftir sérfræðingi að umfang skemmdanna sé enn nokkuð óljóst. Ekki liggi fyrir hvort framleiðsluferlið á írönskum skotflaugum hafi verið laskað verulega eða skemmdirnar hafi verið litlar. Gervihnettamyndir hafa sýnt skemmdir á eldflaugaverksmiðjum í Íran.AP/Planet Labs Frekari árásir auðveldari Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Með því að granda S-300 loftvarnarkerfum Írana hafa Ísraelar gert sér auðveldar að gera frekari árásir á Íran í framtíðinni. Klerkastjórnin í Íran getur líklega ekki fengið ný loftvarnarkerfi frá Rússlandi í fljótu bragði. Með, að virðist, vel heppnuðum árásum á loftvarnir og eldflaugaframleiðslu Íran hafa Ísraelsmenn gert sér auðveldar að gera árásir á Íran í framtíðinni og sömuleiðis gert Írönum erfiðara með að svara slíkum árásum. Slæmt fyrir hergagnaiðnað Rússlands Úkraínumenn hafa áður grandað sömu tegund loftvarnarkerfa í Úkraínu og Ísraelar grönduðu um helgina. Blaðamenn WSJ segja ráðamenn ríkja sem kaupa mikið magn hergagna af Rússlandi taka eftir slíkum vendingum. Í skýrslu Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), sem birt var fyrr á árinu kom fram að útflutningur Rússa á hergögnum hefði dregist verulega saman. Undanfarin fimm ár hafi samdrátturinn verið mjög mikill. Í heildina hafi hann fallið saman um 53 prósent séu tímabilin 2014 til 2018 og 2019 til 2023 borin saman. Árið 2019 seldur Rússar hergögn til 31 ríkis. Árið 2023 voru ríkin þó orðin tólf. Stór hluti framleiðslu Rússa er til eigin nota vegna innrásarinnar í Úkraínu en pöntunum hefur einni fækkað, samkvæmt sérfræðingum. Einn slíkur, sem ræddi við blaðamenn WSJ, sagði innrásina í Úkraínu hafa komið verulega niður á orðspori rússneskra hergagna. Þeir hefðu misst trúna á hergagnaiðnaði landsins og væru að leita að nýjum birgjum, þeirra á meðal stærstu viðskiptavinir Rússa, eins og Indverjar. Milli 2019 til 2023 keyptu Indverjar rúman þriðjung af öllum vopnum sem Rússar fluttu úr landi. Talið þau ríki sem munu hagnast hvað verulega á auknum óvinsældum rússneskra vopna séu Suður-Kórea, Ísrael, Bandaríkin og Kína.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Indland Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira