Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 16:35 Sakborningar Sólheimajökulsmálsins eru á annan tug og því hefur verið þéttsetinn dómsalur í Héraðdómi Reykjavíkur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira