Eyjamaðurinn gekk í raðir Vestra skömmu áður en tímabilið hófst eftir að samningi hans við uppeldisfélagið ÍBV var rift nokkuð skyndilega. Í kjölfarið skrifaði hann undir tveggja ára samning á Ísafirði en var með uppsagnarákvæði að loknu tímabilinu í ár sem hann nýtti sér.
Þessi 34 ára gamli miðvörður var valinn besti leikmaður Vestra á lokahófi félagsins eftir að spila alls 21 leik í deild- og bikar í sumar. Hann missti af alls sjö leikjum tiltölulega snemma á tímabilinu eftir að ristarbrotna. Hann kom tvíefldur til baka og hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í deildinni á dramatískan hátt en liðið hékk uppi á markatölu á meðan HK féll.
Eiður Aron hefur komið víða við á ferlinum og einnig spilað fyrir Val hér á landi ásamt ÍBV og Vestra. Þá hefur hann spilað með Örebro í Svíþjóð, Holstein Kiel í Þýskalandi og Sandnes Ulf í Noregi.
Ljóst er að Eiður Aron gætu endursamið við Vestra en sé hann heill heilsu gætu töluvert fleiri lið í Bestu deildinni rennt hýru auga til þessa öfluga miðvarðar.