„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:00 Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Vísir/Anton Brink Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. „Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Mér leið bara mjög vel í leiknum. Við byrjuðum mjög vel, en svo förum við að rótera aðeins og Valsararnir koma aðeins framar og við lentum aðeins í vandræðum með það,“ sagði Elvar í leikslok, en hans menn komust í 7-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins áður en Valsmenn vöknuðu og gáfu þýska toppliðinu alvöru leik. „Þeir hlaupa bara á okkur. Við bjuggumst alveg við því. Við bjuggumst við því en vorum samt ekki alveg tilbúnir í það. Við lentum í vandræðum í lok fyrri hálfleiks og náum ekki tökum á þessu fyrr en undir lokin. Þá náum við loksins að loka aðeins vörninni og hlaupa til baka.“ „Ég vissi að þeir gætu þetta“ Eftir að hafa lent 7-1 undir breytti Valsliðið um vörn og mætti Melsungen í 3:3 vörn. Það var eitthvað sem gestirnir frá Þýskalandi bjuggust ekki við. Elvar Örn í baráttunni við Alexander Petersson.Vísir/Anton Brink „Við vorum kannski ekki alveg klárir í þessa 3:3 vörn, en ég hef nú spilað á móti Val nokkuð oft og ég vissi að þeir gætu þetta. Þeir voru svona upp og niður og við bjuggumst alveg við því. Í fyrri leiknum vorum við að ná að spila þá vel í sundur þannig við bjuggumst alveg við að þeir kæmu með eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í vandræðum með það, en svo hægt og rólega náðum við tökum á þessu.“ Urðu kærulausir eftir góða byrjun Þá segir Elvar að hann og hans menn hafi mögulega orðið svolítið kærulausir eftir að hafa komist í sex marka forskot snemma leiks. „Það leit svolítið út fyrir það. Ég var samt búinn að segja liðinu að vanmeta þá ekki. Við vissum alveg að þeir gætu komið til baka eins og gerðist á móti Porto. Þeir hlaupa endalaust og geta komið til baka úr hvaða stöðu sem er. Við gerðum þetta vel í fyrri leiknum þar sem við héldum bara áfram, en núna fannst mér við slaka á. Sem betur fer vöknuðum við í seinni og kláruðu þetta.“ Vísir/Anton Brink Eins og Elvar sagði er hann ekki óvanur því að spila á móti Val. Síðast þegar hann spilaði á Íslandi var tímabilið 2018-2019 þegar hann varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þá spiluðu Selfyssingar fimm sinnum við Val og unnu alla fimm leikina. „Ég man ekki eftir að hafa tapað hérna. Mér líður greinilega vel á Hlíðarenda og á móti Val. Ég á góðar minningar frá því að ég spilaði hérna síðast. Mér líður vel hérna,“ sagði Elvar léttur að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. 29. október 2024 19:02