„Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:28 Ísak Gústafsson sækir á vörn MT Melsungen. Elvar Örn Jónsson reynir að stöðva hann. Vísir/Anton Brink Ísak Gústafsson átti góðan leik fyrir Val er liðið tók á móti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, MT Melsungen, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira