Tala látinna á Spáni hækkar hratt Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 08:11 Frá björgunarstarfi í bænum Letur, þar sem sex af um eitt þúsund íbúum er saknað. Victor Fernandez/Getty 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira