Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 14:51 Eldri maður heldur á georgíska fánanum og fána Evrópusambandsins á mótmælum stjórnarandstöðunnar gegn kosningaúrslitunum í Tblisi á mánudag, 28. október 2024. Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan þinghúsið. AP/Zurab Tsertsvadze Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi. Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt opinberum tölum hlaut Georgíski draumurinn, sitjandi stjórnarflokkur Georgíu, 54 prósent atkvæða þrátt fyrir að útgönguspár hafi bent til sigurs stjórnarandstöðunnar. Salome Zourabicvili, forseti, hefur haldið því fram að úrslitin hafi verið fölsuð en hún hefur ekki lagt fram sannanir fyrir því. Embætti ríkissaksóknara sagðist í dag hafa boðað Zourabichvili til skýrslutöku á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin hefði verið opnuð að beiðni yfirkjörstjórnar landsins en hún heldur því fram að kosningarnar hafi farið vel fram. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að ríkissaksóknari ætlaði ekki að skipa óháðan rannsakanda í ljósi þess að yfirmaður embættisins var skipaður af þingmeirihluta Georgíska draumsins. Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að dæmi hafi verið um að kjósendum hefði verið ógnað eða þeim mútað og að kjörkassar hafi verið fylltir með atkvæðum sem hefðu getað haft áhrif á úrslitin. Þeir fullyrtu þó ekki að úrslitunum hefði verið hagrætt. Kosningunum um helgina var stillt upp sem vali kjósenda á milli afturhvarfs fyrru sovétlýðveldisins í faðm Rússlands undir Georgíska draumnum annars vegar eða aukins samstarfs til vesturs hins vegar. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en umsóknin var fryst eftir að Georgíski draumurinn kom í gegn lögum sem þrengja verulega að fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum fyrr á þessu ári. Þá hét stofnandi Georgíska draumsins því fyrir kosningar að banna stjórnarandstöðuna í landinu næði flokkur hans meirihluta á þingi.
Georgía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27. október 2024 10:58
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. 24. október 2024 09:03