Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 10:32 Jürgen Klopp byrjar í nýja starfinu í janúar en hann segist elska öll gömlu félögin sín. Getty/ Bernd von Jutrczenka Jürgen Klopp hefur komið fram og varið þá ákvörðun sína að taka við starfi hjá Red Bull fótboltasamsteypunni. Hann hefur fengið hörð viðbrögð og mikla gagnrýni í heimalandi sínu ekki síst frá stuðningsmönnum hans gömlu félaga í heimalandinu, Mainz og Dortmund. Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Klopp verður yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull en fyrirtækið á fótboltafélög út um allan heima, þar á meðal í bæði Þýskalandi og Austurríki. Hann hafði áður talað gegn því að sami aðili eigi mörg fótboltafélög. Það þykir því mörgum hann hafa verið að svíkja málstaðinn. Klopp hefur störf í janúar en þetta er hans fyrsta starf síðan að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool síðasta vor. Hann var hjá Liverpool í níu ár. „Ég vil ekki stíga á neinar tær, alls ekki. Ég elska öll gömlu félögin mín,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Toni Kroos. ESPN segir frá. Klopp hélt því líka fram að það yrðu aldrei allir ánægðir sama hvert nýja starfið hans yrði. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég hefði getað gert til að gera alla ánægða,“ sagði Klopp. „Ég er 57 ára gamall og get því enn unnið í nokkur ár í viðbót. Ég sé mig samt ekki aftur á hliðarlínunni eins og staðan er núna. Það var samt alltaf á hreinu að ég ætlaði aldrei að gera ekki neitt,“ sagði Klopp. „Þegar möguleikinn á þessu starfi hjá Red Bull kom inn í myndina þá fannst mér það framúrskarandi kostur,“ sagði Klopp. Klopp segir nýja starfið fyrst og fremst snúast um ráðgjöf og að vinna með þjálfurunum liðanna sem spila undir Red Bull regnhlífinni. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að þjálfarinn sé sá einmanalegasti hjá hverju félagi,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti