Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Þorlákur Árnason, sem var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV, samdi við Viktor Gyökeres á sínum tíma sem akademíustjóri sænska liðsins Brommapojkarna Vísir/Samsett mynd Viktor Gyökeres er eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir og Þorláki Árnasyni óraði ekki fyrir því á sínum tíma, þegar að hann samdi við kappann í Svíþjóð, að hann myndi ná svona langt á sínum ferli. Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira
Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City
Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Sjá meira