Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Þorlákur Árnason, sem var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV, samdi við Viktor Gyökeres á sínum tíma sem akademíustjóri sænska liðsins Brommapojkarna Vísir/Samsett mynd Viktor Gyökeres er eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir og Þorláki Árnasyni óraði ekki fyrir því á sínum tíma, þegar að hann samdi við kappann í Svíþjóð, að hann myndi ná svona langt á sínum ferli. Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City
Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira