Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum munu halda áfram að leita að fólki. Þetta eru einar verstu náttúruhamfarir sem Spánverjar hafa gengið í gegnum í áratugi.
María José Catalá, borgarstjóri Valencia, segir að í morgun hafi níu fundist í hverfinu La Torre en átta þeirra fundust í einum bílskúr þar sem þau höfðu leitað skjóls.
Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar og er ekki gert ráð fyrir að þær komist í samt lag fyrr en eftir tvær vikur. Forsætisráðherra Spánar, Pedró Sanchez hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.