Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Arnar Skúli Atlason skrifar 31. október 2024 22:10 Viðar Örn Hafsteinsson veit ekki hvað vandamálið er hjá sínum mönnum í Hetti en þeir hafa tapað þremur leikjum í röð. vísir / anton brink Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. „Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað. Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
„Bara svekktur, mjög svekktur og pirraður yfir frammistöðu okkar bæði í dag og svona uppá síðkastið, það er svona minn höfuðverkur núna,“ sagði Viðar eftir leik. Höttur vann fyrstu tvo leikina í vetur en seinustu þrír leikir hafa ekki verið góðir og liðið fengið stóra skelli. „Liðsframlagið, ekki hægt að benda á erlenda leikmenn, þetta eru leikmenn Hattar og þeir standa sig misvel, byrjum illa, það er eitthvað, kannski er það byrjunarliðið, kannski er það eitthvað í undirbúningnum frá mér, það sem ég held að við þurfum að gera núna, byrja á mér við þurfum að líta inn á við, hvað getum við gert í að byrja að taka fyrsta skrefið að snúa þessu við aftur, það er ekki hætt við að Höttur á Egilsstöðum tapi körfuboltaleik en frammistaðan er vonbrigði.“ Vandamál á báðum endum vallarins Viðar gat ekki bent á augljóst vandamál en það var mikið að í dag. „Ef ég gæti sagt þér akkúrat núna hvert vandamálið er, þá væri auðveldara að gera það, það er eitthvað svona hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins, það er ekki þannig að það breytist á einni viku að menn séu góðir að kasta og grípa og hitta í körfuna og svo vakna menn daginn eftir og verða lélegir í því, þetta er svona andlegs eðlis það er bjútíið að vera í liðsiþrótt svona samstaða og finna leiðir og menn koma með hugmyndir, hvernig ætlum við að vinna okkur í átt að þessu, það er eitthvað sem við ætlum að sameinast um núna og finna leiðir og prófa þær og þróa okkur áfram, því að brekkan er svolítið brött núna og éljagangur og rok í andlitið en við sem heildin við vinnum okkur út úr þessu ég hef engar áhyggjur af því, hversu snemma ég veit það ekki.“ Viðar bætti við að Matej Karlovic væri meiddur og hvort hann myndi snúa tilbaka eftir landsleikjafrí eða eftir áramót væri ekki vitað.
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira