Í gær voru rúmlega 1200 manns við björgunarstörf á svæðinu og voru drónar nýttir til leitar. Pedro Sanchez forsætisráðherra segir að mesta áherslan sé nú lögð á að finna fólk á lífið, hreinsunarstarfið verði að bíða á meðan. Sanchez hvetur fólk einnig til að halda sig heimavið, en von er á enn meiri rigningum næstu daga. Því er líklegt að fleiri flóð skelli á héruðunum en úrhelli síðustu daga gerir það að verkum að jarðvegurinn tekur lítið við og því þarf minni úrkomu en ella til að framkalla flóð.
Langflest dauðföllin urðu í Valencia héraði en tveir létu lífið í Castilla-La Mancha og einn breskur ríkisborgari lést í Andalúsíu.
Yfirvöld hafa ekki gefið út nákvæma tölu yfir hversu margra er enn saknað, en ljóst er að þar er um tugi að ræða hið minnsta.