Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2024 17:03 Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar