Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Düsseldorf sem hefur fatast flugið upp á síðkastið.
Valgeir Lunddal Friðriksson lék síðustu sjö mínúturnar í liði Düsseldorf sem er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.
Hólmbert Aron Friðjónsson var fjarri góðu gamni hjá Pruessen Münster sem vann aðeins sinn annan leik á tímabilinu í kvöld. Pruessen Münster er í 14. sæti deildarinnar með tíu stig eftir ellefu leiki.
Eina mark leiksins í kvöld skoraði Jano ter Horst á 26. mínútu.