Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 11:31 Friðrik Ingi Rúnarsson fer yfir málin með sínu liði í leiknum í Smáranum á þriðjudag. vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram. Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira