Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 12:36 Ólafur Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur. Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur.
Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira