Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar 2. nóvember 2024 14:01 Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun